Leita í fréttum mbl.is

Bregðumst við.

Hælisleitendur streyma til landsins sem aldrei fyrr. Þrátt fyrir að Ríkislögreglustjóri lýsti yfir hættustigi á landamærunum, hefur Alþingi ekki afgreitt frv.til breytinga á útlendingalögum, sem lagar þó málið ekki nema örlítið. Fjarri því nóg. 

Afgreiða átti útlendingalögin fyrir jól, en nú ársfjórðungi síðar eru þau enn óafgreidd, þrátt fyrir að brýna nauðsyn beri til að afgreiða þau strax. 

Brýnt er líka að breyta ákvæðum um kærunefnd útlendingamála,svo að lögfræðilega hæf fagnefnd starfi í þeim málaflokki í stað aðila sem m.a. eru tilnefndir af aðilum sem berjast fyrir opnum landamærum og bitlingaliði. Hæstiréttur ætti að skipa 3 nefndarmenn og 3 til vara í kærunefndina og formaður hennar ætti að vera fyrrverandi eða núverandi dómari.

Slysið varðandi hælisleitendur frá Venesúela hefði aldrei gerst, ef kærunefnd útlendingamála hefði verið þannig skipuð. 

Á þessu ári gæti svo farið að álíka margir kæmu til að sækja um aljþóðlega vernd á Íslandi og nemur íbúum Vestfjarða. Hvaða glóra er í því að ætla fámennri þjóð, að taka víð slíkum fjölda.

Við verðum strax að grípa til ráðstafana,sem eru mun víðtækari en breytingartillögur við útlendingafrumvarpið kveða á um. Annars tvöfaldast útgjöld vegna hælisleitenda á stuttum tíma og álag á mikilvægustu innviði landsins verður okkur um megn nema með því að skerða verulega þjónustu til fólksins í landinu.  

Ekki er samstaða innan ríkisstjórnarinnar til að bregðast við eins og verður að gera þegar þjóð verður fyrir viðlíka innrás og við höfum orðið fyrir. Þar sem það liggur fyrir og hér er um brýnt mál að ræða þarf að gefa þjóðinni kost á því að segja álit sitt á því hvort hún vill gefast upp sem þjóð eða verja landamærin. 

Sérhver þjóð, sem vill viðhalda sjálfstæði sínu og menningu ver eigin landamæri. Erum við tilbúin til þess?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 35
  • Sl. sólarhring: 827
  • Sl. viku: 5771
  • Frá upphafi: 2472441

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 5255
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband