Leita í fréttum mbl.is

Lindarhvoll

Af hverju má ekki birta skýrslu Sigurðar Þórðarsonar fyrrum ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols. Því hefur verið haldið fram, að ekki sé um skýrslu að ræða heldur vinnuplagg, en það skiptir í sjálfu sér engu máli.

Hvaða hagsmuni er verið að vernda með leyndarhyggjunni? Eðlilega verður fólk tortryggið þegar málefni Lindarhvols fást ekki rædd með eðlilegum hætti.

Ef engar markveðar upplýsingar eru í skýrslu Sigurðar, þá þarf ekki að ræða það frekar eftir að hún hefur verið birt. Ekki ætti þá að vera ástæða til að birta ekki skýrsluna. Séu hinsvegar mikilsverðar upplýsingar í skýrslunni þá er eðlilegt að um það verði rætt á lýðræðislegum vettvangi. Skýrslan á erindi til fólks í lýðræðisríki. 

Lindarhvoll hefur og er að sýsla með gríðarlega fjármuni og eignir  ríkisins. Ekki hefur verið gerð grein fyrir hvaða ráðstafanir voru gerðar varðandi sölu eigna, hvernig kaupendur voru valdir. Hvort þess hafi verið gætt að hámarka verð hins selda og þá með hvaða hætti. Einnig hvaða þóknanir voru greiddar og hverjum. 

Öll þessi atriði þarf að upplýsa. 

Sjálfstæðisflokkurinn á að vera og þarf að vera í fararbroddi um upplýsingagjöf og opið lýðræðislegt þjóðfélag.  Flokkurinn má ekki takmarka upplýsingagjöf til almennings og standa vörð um leyndarhyggju hvorki varðandi Lindarhvolsmálið né önnur mikilsverð mál sem varða stjórnsýslu ríkisins eða henni tengt. 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jónsson

Lýðskrumarar reyna að slá sér upp á þessu Lindarhvolsmáli, og mikið hefur verið skrafað um það.  Ef innihald þessarar skýrslu er villandi, verður að gera grein fyrir því eftir birtingu.  Ef hún getur skaðað hag ríkisins núna, þarf að gera grein fyrir því fyrir birtingu og upplýsa um vænta birtingu.  Hún má ekki verða að 99 árum liðnum, eins og í tilviki ríkisstjórnar undir forystu Samfylkingar 2009-2014.  

Bjarni Jónsson, 7.3.2023 kl. 11:38

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Gæti ekki einmitt verið að "gæðingar" innan sjálfstæðisfokksins komi þarna mikið við sögu. 

Sigurður I B Guðmundsson, 7.3.2023 kl. 15:09

3 Smámynd: Jón Magnússon

Alveg rétt Bjarni eðlilega reyna ýmsir að slá sér upp á Lindarhvolsmálinu meðan það er sveipað leyndarhjúp og dulúð. Öryggi ríkisins er sjónarmið sem taka verður tillit til. Síðan er það með ráðstafanir Steingríms og Jóhönnu, sem almenningur má ekki vita af næstu 99 árin. Þ.e. að það verður aldrei annað en viðfangsefni sagnfræðinga. Þann leyndarhjúp á að rjúfa þegar í stað og heimila birtingu strax. Það sem gerðist á valdatíma þeirra á erindi við fólkið í landinu. 

Jón Magnússon, 8.3.2023 kl. 09:14

4 Smámynd: Jón Magnússon

Ekki veit ég það svo gjörla Sigurður, en það skiptir bara engu máli. Það verður hver að taka það sem hann á. Sama á við um Jóhönnu og Steingrím J. það verður að afnema leyndarhjúpinn um þeirra aðgerðir eftir hrun. Sú stjórnsýsla á heldur betur erindi við almenning í landinu núna en ekki eftir 99 ár. 

Jón Magnússon, 8.3.2023 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 320
  • Sl. sólarhring: 744
  • Sl. viku: 4834
  • Frá upphafi: 2426704

Annað

  • Innlit í dag: 298
  • Innlit sl. viku: 4486
  • Gestir í dag: 293
  • IP-tölur í dag: 283

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband