Leita í fréttum mbl.is

Látum ekki 100 ára gamla sögu vitfirringar endurtaka sig.

Sömu daga og þær Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra fóru til Kænugarðs til að taka í höndina á Zelinski Úkraínuforseta, rak hann liðsforingjann Kupol,einn dugmesta liðsforingja sinn á vígstöðvunum við Bakhmut. Brottrekstarsökin:Kupol sagði sannleikann um mannfall Úkraínuhers.

Kupol sagði að úr 500 manna herdeild hans,væru nánast allir fallnir eða særðir. Hann greindi frá miklu mannfalli og stór hluti hermanna,sem nú kæmu á vígstöðvarnar væru illa þjálfaðir og mannfallið í Úkraínuher væri að aukast.

Áætlað er af Bandarískum yfirvöldum, að mannfallið í Úkraínustríðinu sé nú orðið meir en 300 þúsund manns, þar sem Rússar hafi misst um 200 þúsund en Úkraínumenn um 120.000. 

Á fjórða hundruð þúsunda ungra manna hafa verið drepnir í þessari hræðilegu styrjöld, sem allir skynsamir menn sjá, að getur ekki endað annarsstaðar en við samningaborðið. 

Katrín og Þórdís mættu ekki til Kænugarðs til að tala um frið. Þær mættu,sem hluti þeirrar halarófu úrræðalausra Evrópskra stjórnmálamanna, sem mætir til Zelinskys til að votta honum virðingu sína, dást að honum og hvetja hann til að láta hvergi deigan síga til að manndrápin magnist sem mest.

Kvikmynd eftir sögunni "Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum" vann Óskarsverðlaunin núna,sem besta erlenda kvikmyndin. Myndin segir sögu ungra óharðnaðra þýskra ungmenna, sem eru blekktir til að fara í stríð. Hún segir sögu tilgangslausra mannfórna og þann hrylling sem ungmennin þurftu að upplifa. Hershöfðingjar og úrræðalausir stjórnmálamenn öttu ungmennunum fram vitandi að þeir yrðu stráfelldir. Gjörsamlega án vitræns tilgangs eins og nú í Úkraínustríðinu. Þetta var á árunum 1914-1918. Nú öld síðar eru sömu tilgangslausu mannvígin og hryllingurinn.

Hermennirnir í skotgröfunum á víglínunni í kringum Bakhmut og víðar upplifa sama helvítið og hermennirnir á vesturvígstöðvunum í fyrri heimstyrjöld.

Í stað þess að fara í halarófur buktandi sig og beygjandi fyrir Zelinski ættu vestrænir stjórnmálamenn að móta afstöðu friðar milli Rússlands og Úkraínu og sjá til þess að þessum hryllingi ljúki þegar í stað. 

Stjórnendur koma og fara líka í Rússlandi. En það verður meiriháttar ógæfa til frambúðar fyrir Evrópu, ef Rússar verða  hraktir algjörlega í fang  Kínverja til að verða upp á þá komnir í fyrirsjáanlegri framtíð í stað þess að samskipti þjóða verði með þeim hætti, að Rússsar verið fullgildir í samstarfi Evrópuþjóða.

Haukarnir Katrín og Þórdís hefðu átt að taka sér stjórnmálamenn Íslands árið 1945 til fyrirmyndar þegar þeir neituðu að segja Þjóðverjum og Japönum stríð á hendur á þeim forsendum, að við værum herlaus þjóð, sem vildum hafa sem best samskipti við allar þjóðir. Hefðu þær Katrín og Þórdís farið sem friðardúfur til Kænugarðs væri hægt að taka ofan fyrir þeim. Þá hefði för þeirra haft vitrænan tilgang.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Það er erfitt að ímynda sér að þú sért virkur Sjálfstæðismaður og fyrrverandi þingmaður þessa flokks sem stýrir að stærstum hluta ríkisstjórninni, þó stjórntaumarnir séu í orði kveðnu í höndum hinnar slyngu og lævísu Katrínar Jakobsdóttur með fulltingi Framsóknar.

Flokkurinn sem stýrir skútunni, m.a. utanríkisstefnu og vörslu landamæra okkar er óumdeilanlega enginn annar en þinn eigin flokkur með Bjarna ríka í broddi fylkingar, hvað sem öllum fornum hugsjónum líður.

Skoðanir þær sem þú lætur í ljós hér á mbl.is samræmast alls ekki skoðunum þeim sem þær stöllur Þórdís og Katrín létu í ljós fyrir heimsbyggðina í skammarlegri baráttu heimsókn þeirra til Kænugarðs og þegar þær sögðust tala fyrir hönd þjóðarinnar allrar, þá var það hrein og skær lygi, eins og blasir svo augljóslega við hér á ágætum vetvangi þínum.

Jónatan Karlsson, 18.3.2023 kl. 16:14

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Algjörlega sammála þér Jón.

Það að Kata skyldi hafa farið, þú mannst Ísland úr Nató herinn burt,

er náttúrlega algjörlega snargalið og sýnir bara hversu lélegur

pólitíkus hún er. Stendur ekki fyrir einu né neinu.

Var einmitt að horfa á þessa mynd um fyrri heimstyrjöldina og

alveg ömurlegt að sjá hverni hægt var að slátra 17 milljónum

á aðeins 4 árum fyrir ákkúrat ekki neitt.

Ætti að vera skylduáhorf á þingi.

Sigurður Kristján Hjaltested, 18.3.2023 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 74
  • Sl. viku: 1643
  • Frá upphafi: 2453441

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 1491
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband