Leita í fréttum mbl.is

Valdstjórnin hlustar ekki á þá, sem fordjörfuðu fullveldinu.

Nýr flokkur í Hollandi, Bændaflokkurinn vann stórsigur í þingkosningunum í síðustu viku. Flokkurinn fékk um 20% atkvæða og er stærsti flokkurinn í öllum kjördæmum Hollands. Það sýnir að flokkurinn höfðar ekki síður til borgarbúa en bænda.

Formaður flokksins Caroline van der Plas, segir að velgengni flokksins sé vegna þess að kjósendur séu að gera byltingu gegn ofurvaldi Evrópusambandsins (ES) og hvernig bandalagið beitir sér andstætt hagmunum fólks. Kjósendur í Hollandi voru að mótmæla reglum um loftslags- og umhverfismál, sem Evrópusambandið dælir út í meira mæli en nokkru sinni fyrr.

Engu skipti þó að ríkisstjórn Hollands hefði beðið ES um að draga úr kröfum á hendur Hollandi varðandi notkun nítrógens (tilbúins áburðar). Valdstjórn ES í Brussel fór sínu fram, sem fyrr gagnvart minni ríkjum bandalagsins.

Afleiðing þessara reglna ES varð sú að hætta varð framleiðslu á mörgum búum á kostnað skattgreiðenda. Þar er ekki verið að tala um smápeninga. Áætlaður kostnaður er um 25 þúsund milljónir Evra vegna loftslagstrúarbragðana bara vegna þessra reglna.

ES puðrar út fleiri nýjum reglum í umhverfismálum en nokkru sinni fyrr og andstaðan fer vaxandi. Úrslitin í Hollandi sýna vaxandi vantrú á loftslagspólitík EU. Þrátt fyrir að fleiri greiddu atkvæði í kosningunum nú en síðustu 30 árin og úrslitin séu skýr,telja hollensk stjórnvöld sig ekki geta breytt reglum um notkun nítrógen nema með leyfi frá Brussel.

Svona fer þegar þjóðríki tapa fullveldi sínu til báknsins í Brussel.

Evrópusinnar hér á landi ættu að horfa til þess sem er að gerast í ES og hvernig valdstjórnin í Brussel hagar sér gagnvart aðildarríkjunum.

Það er raunar merkilegt miðað við þá breytingu sem hefur orðið á ES að nokkur maður skuli telja það fýsilegt lengur fyrir íslenska þjóð að segja sig til sveitar í Evrópusambandinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 418
  • Sl. sólarhring: 662
  • Sl. viku: 4932
  • Frá upphafi: 2426802

Annað

  • Innlit í dag: 390
  • Innlit sl. viku: 4578
  • Gestir í dag: 381
  • IP-tölur í dag: 365

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband