Leita í fréttum mbl.is

Þannig fór um sjóferð þá

Þegar stjórn Fréttablaðsins ákvað að hætta að bera það út, var ljóst, að það mundi ekki lifa mikið lengur. Það hefur komið á daginn. Tapið undanfarin ár hefur verið gríðarlegt og spurningin var bara hvað lengi auðmaðurinn sem henti peningunum sínum í þessa hít mundi endast getan og viljinn lengi. Svo hlaut að fara, að hann segði nú er nóg komið og það þó fyrr hefði verið. 

Fyrstu viðbrögð blaðamálaráðherrans Lilju Alfreðsdóttur við þessum fréttum, var að nauðsynlegt væri að sækja meira fé í vasa skattgreiðenda til að styrkja svokallaða frjálsa fjölmiðla. 

Sérkennileg þessi hugmyndafræði í kapítalísku landi, að það eigi að sækja peninga til skattgreiðenda svo að auðmenn, samtök þeirra sem og aðrir sem standa að miðli eins og Heimildinni sem nánast engin nennir að glugga í skuli samt troðið ofan í mannskapinn með því að skattleggja fólk ennþá meira. 

Væri ekki frekar ráð að breyta kerfinu og koma á aðhaldi á Ríkisútvarpið með því t.d. að hætta að skattleggja lögaðila með útvarpsgjaldi. Lögaðilar nýta þjónustu RÚV hvort sem er ekki neitt.

Síðan væri hægt að veita fólki það frelsi, sem er eðlilegast í lýðræðislandi. Í fyrsta lagi að fólk gæti ráðið hvort það greiddi fjölmiðlagjald(útvarpsgjald) eða ekki. Í öðru lagi að greiddi það fjölmiðlagjald, þá gæti það sagt sig í sveit með hvaða miðli sem er, RÚV, Mogganum, Heimildinni o.s.frv. eða skipta greiðslunni á milli þeirra. 

Skattheimtan á fólk vegna gæluverkefna ríkisstjórnarinnar er þegar orðin allt of mikil. Við skulum ekki bæta því við í pilsfaldakapítalismann, að skattgreiðendur verði látnir borga bæði fyrir RÚV og til þeirra, sem vilja reka fjölmiðla, sem engin eða örfáir nýta sér. 

Af hverju má almenningur ekki hafa frelsi til að velja á fjölmiðlamarkaði í stað þess að vera undirkomin ofurvaldi sósíalismans með RÚV sem flaggskipið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 795
  • Sl. sólarhring: 797
  • Sl. viku: 5734
  • Frá upphafi: 2426368

Annað

  • Innlit í dag: 736
  • Innlit sl. viku: 5290
  • Gestir í dag: 668
  • IP-tölur í dag: 629

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband