Leita í fréttum mbl.is

Í stríði við söguna

Tepruskapurinn og rétthugsunarstefna ráðandi menntastéttar í Vestur Evrópu og Norður Ameríku hefur leitt til þess, að verið er að endurskrifa skáldsögur til að þær falli að hugmyndafræði harðlífisstefnu rétthugsunar hinna syndlausu. Reynt er að endurskrifa söguna á sömu forsendum.

Morðgátur Agötu Christie hafa verið aðlagaðar rétthugsuninni sem og bækur Ian Flemming um ofurhetjuna og kvennagullið James Bond. Bækurnar verða tæpast samrýmdar kvikmynunum um James Bond, sem framleiddar voru á síðustu öld. 

Í kvikmyndunum sýndi Bond af sér takta gagnvart hinu "veikara kyni" eins og mátti kalla það á þeim tíma, sem falla ekki að andatlotafræði nútímans, sem m.a. hefur fundið sér stað í íslenskum hegningarlögum. Tepruskapur rétthugsunarinnar mun sennilega sjá til þess að þessar myndir verði bannaðar. 

Nú hafa sérfræðingar rétthugsunarinnar í Bandaríkjunum fundið það út, að sagan "Gone with the wind" sem skrifuð var fyrir tæpri öld og fjallar m.a um ástandið eins og það var á þeim tíma í Suðrinu, verði að endurskrifa, þannig að saga borgarastyrjaldarinnar verði fölsuð. 

Allt er gert til að gera fólk í Vestur Evrópu og Bandaríkjunum sakbitið yfir fortíð sinni. Þess vegna eru talsmenn rétthugsunarinnar í stríði við söguna, af því að saga Vesturlanda er saga framfara, auðsköpunar og sigurs í  mannréttindabaráttu, sem varð til þess, að Vesturlönd urðu forustuþjóðir á öllum þessum sviðum.

Af hverju má ekki segja sigursögu Vesturlanda  hindrunar og teprulaust til þess að fólk geti gert sér grein fyrir því að stórkostlegustu framfarir og sigur mannréttinda áttu sér einmitt stað á síðustu öldum í hinum kristnu Vesturlöndum.

Þar með er ekki sagt að allt hafi verið í himnasælu og engir vondir hlutir hafi gerst. En vondir hlutir hafa gerst í öllum mannlegum samfélögum, ef eitthvað er síður hjá okkur en ýmsum öðrum. Til þess að fólk geri sér grein fyrir því og geti lært, af sögunni, verður að segja hana eins og hún var. Bæði það góða og það vonda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Verðum við ekki að horfast í augu við þá staðreynd, að öll þessi brenglun á hefðum og hugsun og nú síðast hliðranir og breytingar eða með öðrum orðum fölsun á sögu okkar, megi í fáum orðum rekja til aukina kvenréttinda - eins vænt og okkur þykir um allar þessar elskur.

Jónatan Karlsson, 2.4.2023 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.11.): 121
  • Sl. sólarhring: 163
  • Sl. viku: 3405
  • Frá upphafi: 2412319

Annað

  • Innlit í dag: 110
  • Innlit sl. viku: 3079
  • Gestir í dag: 105
  • IP-tölur í dag: 77

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband