Leita í fréttum mbl.is

Hægri sveifla í Finnlandi

Hægri flokkarnir í Finnlandi, Sameiningarflokkurinn og Sannir Finnar juku fylgi sitt í kosningunum um 6.4% og eru sigurvegarar kosninganna. Formaður Sameiningarflokksins Petteri Orpo mun hefja stjórnarmyndunarviðræður. Flokkur hans ásamt Sönnum Finnum og Miðflokknum geta myndað meirihluta.

Sanna Marin forsætisráðherra vann persónulegan sigur með flest persónulega greiddum atkvæðum,en flokkur hennar tapaði töluverðu fylgi.

Vinstri flokkarnir og Sósíalistaflokkur Sanna Marin hömuðust á Sönnum Finnum og kölluðu þá sem hægri öfgamenn. Formaður Sameiningarflokksins sagði hinsvegar,að það væru engir hægri öfgamenn í framboði og tók þar myndarlega af skarið, sem kollegar hans í Moderata Samlingspartiet mættu taka til fyrirmyndar varðandi Svíðþjóðardemókratana. 

Riikka Purra formaður Sannra Finna, sem er lengst til hægri, vann mikinn persónulegan sigur. Á sama tíma tapa Græningjar miklu fylgi, vegna þess,að kjósendur eru farnir að sjá framan í afleiðingar af stefnu þeirra í loftslagsmálum eins og kjósendur í Hollandi. 

Petteri Orpo sem leggur nú af stað til stjórnarmyndunar leggur áherslu á að draga verði úr ríkisútgjöldum til að bregðast við skuldavandanum, sem sósíalistastórn Sanna Marin skilur eftir sig eins og jafnan þegar sósíalistar fara með völd.

Fyrir okkur hægri menn, þá er það sérstaklega ánægjulegt hvað Sannir Finnar fengu góða kosningu og að Formaður Sameiningarflokksins skuli ekki láta hræða sig frá samstarfi við Sanna Finna þó hrópað sé að þeim af "góða fólkinu". 

Vonandi leiða þessi úrslit ásamt úrslitunum í Hollandi til þess, að skynsamlegar verði talað um hnattræna hlýnun og orkuskipti, sem vega að lífskjörum almennings í Evrópu og vikið verði frá þeirri stefnu til stefnu vaxtar, framfara og betri lífskjara fyrir almenning. 


mbl.is Orpo næsti forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Heill og sæll Jón

Þakka þessa greinagóðu samantekt þína.

Því miður er það orðið svo í allri umræðu, ekki síst hér á landi, að þeir sem ekki teljast til vinstri í pólitík eru stimplaðir öfga hægrimenn. Sjálfur hef ég ekki mikla tengingu við stjórnmálaöfl, en hef ákveðnar skoðanir á sumum málum. Skoðanir sem ekki eru taldar við hæfi sumra þeirra sem stjórna umræðunni. Hef oftar en ekki fengið það á mig að ég sé hægri öfgamaður, vegna þeirra skoðana. Þetta er slæmt og margir sem velja frekar að þegja en segja, af ótta við slíka stimplun.

Ekki ætla ég að láta þetta hafa áhrif á mig og mun tjá mig eftir sem áður, en stundum getur þetta verið sárt, sér í lagi þegar fjölskylda og vinir, sem ættu að þekkja mig, taka þátt í svona stimplunum.

Vonandi er þetta að breytast, vonandi fer fólk að skilja hlutina og sjá hvert stefnir í heiminum. Sjá að ekki verður lengra haldið út í foraðið og tími sé til að snúa aftur á fast land.

Kær kveðja

Gunnar Heiðarsson, 2.4.2023 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 425
  • Sl. sólarhring: 514
  • Sl. viku: 5364
  • Frá upphafi: 2425998

Annað

  • Innlit í dag: 395
  • Innlit sl. viku: 4949
  • Gestir í dag: 388
  • IP-tölur í dag: 370

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband