Leita í fréttum mbl.is

Útskúfaður um eilífð

Á ýmsu átti ég frekar von, en að Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum færi að argaþrasast út í skipan Karls Gauta Hjaltasonar í embætti sýslumanns í Vestmannaeyjum. Sér í lagi þar sem fyrir liggur, að farið var að öllum reglum varðandi vandaða úrvinnslu umsókna um embættið. 

Þrátt fyrir þetta telur bæjarstjórinn að útskúfa beri Karli Gauta um alla eilífð úr samfélagi siðaðra manna fyrir að hafa setið hljóður þegar tveir menn úr 6 manna hópi urðu sér til skammar á Klausturbar um árið. Bæjarstjórinn telur að fyrir þá "synd" hafi Karl Gauti unnið sér til eilífrar óhelgi.

Heimspekingurinn og lögfræðingurinn Thomas More, sem rekinn var sem kanslari Hinriks 8 Bretakonungs fyrir að neita að samþykkja að hjónaband hans við Katrínu af Aragon væri ógilt, sagði ekki eitt aukatekið orð um málið eftir það og sagði að þögnin væri sín vörn, því engin gæti sótt að sér eða lögsótt sig eða átalið fyrir það að þegja. 

Það var þó ekki nóg fyrir Hinrik 8 og hann lét hneppa Thomas More í fangelsi og taka hann af lífi. Réttlæti Írisar Róbertsdóttur virðist af sama meiði. Fyrir þá sök að Karl Gauti Hjaltason sagði ekki eitt styggðaryrði um einn eða neinn á Klausturbar um árið skal honum úthýst og engin staður heimill nema helvíti. 

Frá því að Hinrik 8 vélaði um líf og dauða fólks, en hann lét taka a.m.k. tvær af eiginkonum sínum 8 af lífi hafa mannréttindi þróast mjög til batnaðar, en það virðist hafa farið framhjá bæjarstjóranum í Vestmannaeyjum.


mbl.is „Hann var fríaður af öllum áburði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Góður Jón.

Hafðu þökk fyrir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.4.2023 kl. 19:33

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ekki rétt, vörn Tómasar var fólgin í því að hann sagðist aldrei hafa tjáð sig um hvort hann væri samþykkur ákvæðinu eða ekki og ef fylgja ætti viðtekinni lýðræðis og lagahefð bæri að túlka þögn hans frekar sem samþykki saman ber; "Qui tacet consentire videtur".

Svanur Gísli Þorkelsson, 3.4.2023 kl. 21:05

3 identicon

Þessi Íris Róbertsdóttir svokallaður bæjarstjóri í Vestmannaeyjum hefur greinilega auglýst sig sem lélegan "pappír" svo ekki sé meira sagt, hafðu þakkir fyrir þennan pistil Jón Magnússon.

Jón I gi Kristjánsson (IP-tala skráð) 4.4.2023 kl. 10:15

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Mikið er umburðarlyndið í Eyjum. 

Ragnhildur Kolka, 4.4.2023 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 806
  • Sl. sólarhring: 1030
  • Sl. viku: 4352
  • Frá upphafi: 2448082

Annað

  • Innlit í dag: 762
  • Innlit sl. viku: 4066
  • Gestir í dag: 717
  • IP-tölur í dag: 690

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband