Leita í fréttum mbl.is

Hverju getum við breytt?

Á gröf biskups úr bresku biskupakirkjunni er eftirfarandi grafskrift:

“Þegar ég var ungur og frjáls og ímyndun mín átti sér engin takmörk, dreymdi mig um að breyta heiminum. Þegar ég varð eldri og vitrari uppgötvaði ég að ég gæti ekki breytt heiminum. Ég breytti þá ætlun minni og ákvað að breyta landinu mínu. En það var mér líka um megn.

Þegar ég varð gamall reyndi ég í örvæntingu að gera eina og síðustu breytinguna og gera tilraun til að breyta aðeins fjölskyldu minni. Þeim sem stóðu mér næst. En nei þeir vildu ekki samþykkja breytingarnar sem ég hafði í huga.

Núna þegar ég ligg banaleguna hef ég uppgötvað, að hefði ég aðeins breytt sjálfum mér fyrst þá mundi ég hafa sem fyrirmynd breytt fjölskyldu minni. Með því að vekja áhuga hennar og fá stuðning hennar hefði ég síðan getað breytt landinu mínu til hins betra og hver veit. Ég gæti jafnvel hafa breytt heiminum.”

Þessi orð eru athygliverð og sígild. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 368
  • Sl. sólarhring: 1358
  • Sl. viku: 5510
  • Frá upphafi: 2469894

Annað

  • Innlit í dag: 350
  • Innlit sl. viku: 5058
  • Gestir í dag: 349
  • IP-tölur í dag: 342

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband