Leita í fréttum mbl.is

Þrír í fríi en einn á vaktinni.

Vinur minn sem búsettur er í Danmörku, sagði mér, að vinafólk hans, búsett skammt frá honum í einu af betri hverfum kóngsins Kaupmannahafnar, hefði fengið 4 Íranska hælisleitendur í næsta hús við hliðina, eftir að húsið var leigt bæjarstjórninni. 

Vinafólkið var í vanda með hvernig það ætti að bregðast við nýju nágrönnunum. En að góðum dönskum skikk, ákváðu þau að koma fram við þá eins og aðra nema undanskilja gammel dansk og öl.

Þau fóru því næsta sunnudag með nýbakaða tertu til að bjóða írönsku hælisleitendurna velkomna. Hælisleitandi opnaði fyrir þeim, þakkaði fyrir tertuna, en sagði,að því miður væri hann einn heima hinir þrír væru í fríi í Íran. Semsagt farnir aftur heim stuttu eftir að fá hæli vegna lífshættu í Íran.

Þessi saga er ekkert einsdæmi og svipaðar sögur eru sagðar í bók Douglas Murray í bók hans "Dauði Evrópu." 

Sagan sýnir hversu fráleitt allt þetta kerfi og lagaumgjörð varðandi hælisleitendur er.

Það er fráleitt, að bjóða hælisleitendum betri kjör en við bjóðum öldruðum eða öryrkjum. Það er fráleitt, að það skuli vera hlutverk ríkisvaldsins að sýna fram á að hælisleitandi eigi ekki rétt á að koma hingað. Þar er hlutunum snúið á haus. Það er líka fráleitt að íslenskir skattgreiðendur borgi allt fyrir þessa stráka.

Hælisleitandi ætti undantekningarlítið að þurfa að sýna fram á það með óyggjandi sönnunargögnum, að honum væri bráð hætta búin í heimalandi sínu. Þá þyrftu engar úrskurðarnefndir eða dýra málsmeðferð. Málin væru afgreidd með eðlilegum hætti strax.

Á sama tíma og þjóðir Evrópu eru að sligast undan þessari innrás hlægja Kínverjar, Japanir og Saudi Arabar sig máttlausa yfir því hvað Vestur Evrópa er galin að viðhalda þessu kerfi. Það dettur þessum þjóðum ekki í hug.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 111
  • Sl. sólarhring: 932
  • Sl. viku: 3799
  • Frá upphafi: 2449283

Annað

  • Innlit í dag: 103
  • Innlit sl. viku: 3566
  • Gestir í dag: 102
  • IP-tölur í dag: 102

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband