Leita í fréttum mbl.is

Frekja, óbilgirni og yfirgangur.

Í gær lýsti innviðaráðherra því í sjónvarpi, hvernig gæslumenn íslenskra hagsmuna hefðu á öllum stigum reynt að koma í veg fyrir, að lagður yrði sérstakur skattur á flugferðir til og frá Íslandi, af hálfu Evrópusambandsins(ES), en skatt þennan á að leggja á í viðleitni ES.til að þóknast pólitísku veðurfræðinni.

Skatturinn mun bitna hart á Íslendingum og gæti kippt stoðum undan ferðamannaiðnaðinum og valdið ferðafólki stórauknum kostnaði.

Þrátt fyrir tilraunir íslenskra ráðamanna, var ekki annað að skilja af ráðherranum, en að engar varanlegar undanþágur yrðu veittar frá þessum skatti. Spurning væri líka hvort að tímabundnar undanþágur yrðu veittar. Innviðaráðherra var í raun að lýsa því sem þekkt er í samskiptum ES og einstakra EES og/eða ES ríkja. Þeim  samskiptum má lýsa með tveim orðum. Yfirgangur og óbilgirni.

Að óbreyttu verður þessi ósanngjarni skattur lagður á með þeim ófyrirsjáanlegu afleiðingum sem það kann að hafa.

Hvenær gengumst við undir það að ES hefði eitthvað með loftslagsmál að gera fyrir okkar hönd. Þau atriði eru ekki hluti af EES samningnum. Hvenær gengumst við undir það að ES hefðu einhliða með skattlagningarvald á Íslandi? 

Í 40.gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands er sérstaklega tekið fram,að engan skatt megi leggja á þjóðina nema með lögum frá Alþingi. Ekki verður því séð, að þessi skattur verði lagður á íslenskt fólk eða fyrirtæki nema með samþykkt Alþingis, þar sem enn höfum við ekki framselt löggjafarvaldið, þó tilburðir séu uppi til að vængstýfa það með því að veita ES löggjöf forgang umfram íslensk lög. 

Er ekki kominn tími til að þjóðin taki EES samninginn til endurskoðunar á grundvelli hagsmuna þjóðarinnar, en hætti að láta eins og hjáleiga í samskiptum við ES höfuðbólið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Goð grein, min skoðun að það a að segja upp EES

Hakon

Hakon Isaksson (IP-tala skráð) 18.4.2023 kl. 00:12

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Bara fyrsta ESB tollheimtan af mörgum sem eru í farvatninu

De nya klimattullarna döljs under byråkratiska beskrivningar som ”gränsjusteringsmekanism för koldioxid”. 
Svíanir tala um að með þessu samþykki sé brautin rudd og ekkert hindri nú fleiri skatta
Likt en snöplog i motvind baxade EU på tisdagen avgörande klimatlagar i mål.

Grímur Kjartansson, 18.4.2023 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 151
  • Sl. viku: 2257
  • Frá upphafi: 2412358

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 2007
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband