Leita í fréttum mbl.is

Stríð við hina dánu

Eftir að hersveitir Karls V. Spánarkonungs og keisara hins heilaga Rómverska keisaradæmis höfðu tekið Wittemberg í Þýskalandi, en í kirkjugarði þar í borg voru jarðneskar leifar Marteins Lúthers grafnar. Spurði yfirhershöfðingi Karls V hvort ekki væri rétt að grafa upp líkið af trúvillingnum Lúther og koma því fyrir á sorphaugum. Karl V svaraði. Ég á í stríði við þá lifandi ekki hina dauðu.

Í tæp 500 ár hafa menn talað um hvað Karl V. hafi sýnt mikla vitsmuni þegar hann neitaði að hefja stríð við lík.  

Sósíalísk stjórnvöld á Spáni nútímans hafa rofið þessa 500 ára hefð og létu grafa upp lík Francisco Franco einræðisherra, þar sem hann hvíldi í dómkirkjunni í dal hinna föllnu.

Í dag á að grafa upp lík Primo de Rivera einræðisherra á Spáni á öðrum áratug síðustu aldar. Því er lýst sem sigri lýðræðisins.

Hefði Karl V verið sama sinnis og þeir sem nú stjórna Spáni og hamast að jarðneskum leifum fólks, þá hefði hann getað farið að ráði hershöfðingja síns og sagt "Það er mikill sigur fyrir kaþólska trú að trúvillingurinn Marteinn Lúther skuli hafa verið grafinn upp og beinum hans hent út úr kirkjugarðinum og fyrir hundana. En hefði það orðið sigur hinnar kaþólsku kirkju? Fjarri fer því. 

Synd hvað nútíminn er firrtur sögulegri þekkingu og hæfileikum til að  geta dregið réttar ályktanir um hvað sé siðlegt, eðlilegt og hvað skipti máli.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 302
  • Sl. sólarhring: 772
  • Sl. viku: 4816
  • Frá upphafi: 2426686

Annað

  • Innlit í dag: 280
  • Innlit sl. viku: 4468
  • Gestir í dag: 276
  • IP-tölur í dag: 266

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband