Leita í fréttum mbl.is

Dagur dúkkulísunar og miðaldahugsunarinnar.

Á morgun verður hátíðisdagur í Bretlandi þegar Karl 3 verður krýndur konungur í Bretaveldi með öllu því miðalda umstangi sem fylgir slíkri viðhöfn og gjörhugulli athygli  royalista og annarra um allan heim, sem hafa gaman af að sjá glitta í ytra borð heims dúkkulísanna.

Allar eru þessar dúkkulísur í konungsfjölskyldu Bretlands orðum prýddar og þau öll óverðug þeirra titla, en það er í samræmi við kveðskap mörlandans hér uppi á Íslandi sem orti um orður og titla sem úrelt þing, sem notaðist helst sem uppfylling í eyður verðleikanna. 

Á 18.öld skrifaði baráttumaðurinn Thomas Paine ritgerðina "common sense", sem fjallar um það hversu fáránlegt það sé að hafa konungsveldi, þar sem byggt er á þeirri hugsun, að konungar séu öðruvísi fólk og betur af Guði gert og æðra en venjulegt fólk. Konungar séu fæddir til að stjórna skv. ákvörðun Guðs almáttugs. Ætla hefði mátt, að lýðræðisríki, sem byggja á jafnræði og jafnstöðu borgaranna mundu afnema þessa miðaldahefð, sem byggist á enn fornari hugmyndafræði um sérstaka hæfileika konungsborins fólks til að skipa almúganum til verka eða þýum sínum.

Thomas Paine er talinn eiga bróðurpart í sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna,sem Thomas Jefferson færði í letur, en þar eru m.a. tekið orðrétt ýmislegt, sem Paine skrifaði í bók sína "The rights of man".

Lýðveldi er ríki, sem hafnar miðaldahugsuninni um að konungar séu öðrum æðri og viti allt best. "Vér einir vitum" var og hefur verið vígorð arfakónga í gegnum tíðina og þá hugsun fékk Karl þriðji í arf með móðurmjólkinni, svo sem forverar hans. 

Á sama tíma og konungssinnar og aðrir sem hafa gaman að sjá dúkkulísur upp á sitt besta, fagna krýningu hins nýja, gamla konungs, kemur samt fram í skoðanakönnunum, að um helmingur þegna konungsins vill losna við konungsdæmið og afgerandi meirihluti ungs fólks vill það burt sem allra fyrst. 

Vonandi kemur sá tími, að lýðræðissinnar varpi þeirri hugmynd fyrir róða, að sumir séu valdir til þess af Guði að stjórna öðrum af því að þeir eða þau hafi unnið sér slíkt vald með því að vera ákveðinnar ættar. Þessi konungshugsun er algerlega andstæð hugmyndafræði lýðræðisins ogfólk séu borgarar í ríkjum sínum en ekki þegnar eða þý. En áfram má síðan hafa skrúðgöngur með dúkkulísum til að gleðja fólk sem hefur gaman af slíku tilstandi, en það er þá undir þeim formerkjum að þar fari dúkkulísur en ekki fólk sem stjórni þjóðfélaginu.

Sú hugmyndafræði konungssinna er andstæð þeim fornnorrænu viðhorfum sem komu fram, þegar norrænir menn herjuðu á England á 11. öld, og sátu um borg mig minnir London. Sendimenn voru sendir á þeirra fund, sem báðu um að konungur þeirra kæmi til friðarviðræðna og því var þá svarað:

"Við höfum engan konung. Við erum allir jafnir."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

"Cmmonwealth is not a common sense"

Tómas Ibsen Halldórsson, 5.5.2023 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 134
  • Sl. viku: 2257
  • Frá upphafi: 2412358

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 2007
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband