Leita í fréttum mbl.is

Barátta fyrir aukinni fátækt og fækkun valkosta.

Hvað varð um baráttu stjórnmálamanna fyrir bættum lífskjörum fólks. Af hverju hafa t.d. sósíalistar snúið við blaðinu í þessum efnum ef undan eru skilin vígorð þ.1.maí. Sósíalistar ásamt og umfram flesta stjórnmálamenn á Vesturlöndum berjast nú hatrammri baráttu fyrir að gera fólk fátækara, fækka valkostum og tækifærum. Allt á grundvelli pólitísku veðurfræðinnar um kolefnisjöfnuð. 

Róttækt vinstra fólk í VG og Samfylkingunni segir í öðru orðinu að vinnandi fólk fái of lítil laun, en á sama tíma berjast þau gegn því að verkalýður og neytendur geti notið lífsgæða, sem fram að þessu hafa verið talin sjálfsögð og segja að fólk geti veitt sér of mikið og þessvegna verði að leggja sérstaka skatta á lífsgæði sem hingað til hafa verið talin sjálfsögð.

Því miður er Sjálfstæðisflokkurinn heltekinn af þessum ruglanda í stað þess að standa fast á þeim grundvallarskoðunum sínum, að fólk beri sem mest úr bítum fyrir vinnu sína og geti ráðstafað sem mestu af launum sínum án þess að kreppt sé að því með ofurskattheimtu eða neyslustýringu.

Barátta vinstri manna gegn því að fólk geti notið lífsgæða og því verði kaldara vegna hækkunar á orkuverði og geti ekki farið til heitari landa þegar norðangarrinn hamast á hurðum,gluggum og veggjum í hamfarahlýnuninni er ótrúleg og gjörsamlega fráleit. Almenningur á að finna afsökun eða þola refsingu, fyrir að hita heimili sín, kaupa bensín á bílinn hvað þá að fara í flugferðir.

Á sama tíma og meginhluti stjórnmálaelítunnar berst fyrir minni lífsþægindum borgaranna, þá er bent á einhverja draumaveröld orkuskipta, þar sem öll óleysanleg vandamál verða leyst. Þetta er gert jafnvel þó að allt hugsandi fólk viti að hagkvæmir kolefnissnauðir orkugjafar verða ekki til á næstu áraum eða áratugum. 

Það er lyginni líkast að stjórnmálastéttin og fréttaelítan skuli hafa snúist gegn eigin þjóðfélögum velmegun og framleiðslu. Nú skal framleiðsla eyðilögð vegna þess að hún er ekki nógu vistvæn og helst ber líka að senda nútíma landbúnað sömu leiðina.

Stjórnmálastéttin hfur gert og er að gera mikil mistök með því að brjóta niður og setja í höft framtak, framsýni og dugnað fólksins á þeim forsendum að það sé allt af hinu illa þrátt fyrir að einmitt þeir hlutir hafi orðið til þess að stuðla að aukinni velmegun og jafnari tekjuskiptingu í landinu. Já og draga úr mengun.

Athyglisvert, en kemur í sjálfu sér ekki á óvart, að nú eru það stjórnmálamenn sem sagðir eru yst til hægri á vettvangi stjórnmálanna, sem berjast fyrir auknum jöfnuði í samfélaginu, aukinni velmegun almennings, frelsi fólks til orðs og athafna og fjölbreyttu gróskumiklu atvinnu- og þjóðlífi? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Vold, maður.  Völd.
Auðveldara að hafa völd yfir öreigum.

Ásgrímur Hartmannsson, 6.5.2023 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 22
  • Sl. sólarhring: 818
  • Sl. viku: 5758
  • Frá upphafi: 2472428

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 5249
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband