Leita í fréttum mbl.is

Gleðileikur innihaldsleysisins.

Leiðtogafundi Evrópuráðsins er lokið. Allir eru sammála um að umbúnaður fundarins, öryggisgæsla og framkvæmd hafi verið frábær. Við eigum því hrós skilið. Jákvæður árangur af fundinum er fyrst og fremst, að það var fjölgað í lögreglunni og hún fékk þjálfun og tæki,sem á hefur skort í langan tíma.

Fundir sem þessir eru athyglisverðir einkum fyrir þá sök, að þeir sem taka til máls eru sammála síðasta ræðumanni og reyna að yfirbjóða hann í orðfæri og framsetningu. Megintemað Rússar eru vondir komst vel til skila.

Niðurrigndir fulltrúar með kalda sultardropa í nefinu komnir inn í Hörpu úr norðannepjunni töluðu um ógnir af loftslagshlýnun, sem er álíka raunveruleg og Grýla og Gilitrutt í hugum ungbarna á árum áður.

Utanríkisráðherra meinaði breska forsætisráðherranum að taka á dagskrá, raunveruleg vandamál þ.e. Innflytjendamálin og vandamál vegna furðulegra dóma Mannréttindadómstóls Evrópu. Sagt er að honum hafi verið svo misboðið að hann lét sig hverfa þegar hann hafði gætt sér á lambalærinu og fúlsaði við skyrinu sem sletta átti í hann í eftirrétt.

Í sjálfu sér var eðlilegt að utanríkisráðherra meinaði Rishi Sunnak forsætisráðherra Breta, að tala um eitthvað sem gæti eyðilagt þann guðdómlega gleðileik innihaldsleysisins, sem fram fór í Hörpu sl. þriðjudag og miðvikudag.

Ef til vill vantaði mann eins og listmálarann Jóhannes Sveinsson Kjarval til að greina mikilleik ráðstefnu eins og þeirri sem fram fór í Hörpu. Hann var fyrir löngu á fundi í Félagi íslenskra myndlistarmanna og fannst lítill árangur af fundarstörfum og tók því til máls og sagði:

"Heiðruðu félagar. Áður en ég kom á fundinn var ég að lesa í Vísi og rakst þar á auglýsingu um að grár köttur hefði tapast. Eins og þið finnið þá er frost og nepja, svo að veslings kötturinn getur haft illt af. Nú er það svo, að félag þetta hefur fátt unnið sér til fræðgar eða ágætis, þá legg ég til að við slítum fundinum nú þegar og förum að leita að kettinum. Það er ekki víst að við finnum köttinn, en það verður þó líklega fjallað um þetta framtak í blöðunum."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

90% af öllum löggum í landinu fóru til Reykjavíkur, og á meðan var allt með kyrrum kjörum á landsbyggðinni.

Já...

Þurfum við þá kannski ekki allar þessar löggur?  Fljótt á litið virðist það ekki vera.

Í mínu umhverfi er enginn sem þarf að skjóta með vélbyssu.

Annars - það er alveg ástæða fyrir því að það er ekkert talað um þessi fundahöld í útlendum miðlum.  Vegna þess að þau voru innihaldslaust show, og allir vissu það fyrirfram.

Fyrir hvern var þetta eiginlega?

Ásgrímur Hartmannsson, 18.5.2023 kl. 13:49

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Sérvalin framkvæmdarstjóri fundarhaldanna (Rósa Björk Brynjólfsdóttir) klikkaði illilega á að finna eitthvað sem hefði vakið athygli út fyrir landsteinana - á maður að trúa að hún hafi  treysti algjörlega á þessa örfáu hvalavini?
Minningin um fundin mun hverfa líkt og "samkomulagið" um kolefnisheimildir flugvélanna sem reyndist bara vera skýjaborgir sem hurfu strax í reyknum af einkaþotunum

Grímur Kjartansson, 18.5.2023 kl. 21:00

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Snilldar grein Jón. Tæknilega virðist hafa tekist vel til með fundinn, en innihaldið er ekkert. Nýtt nafn, tjónaskrá, á gamalt og gott orð stríðsskaðabætur er afraksturinn. Ekki furða þótt umfjöllunin erlendis hafi aðeins náð inn í héraðsfréttablöðin.

Það má hins vegar hafa ahyggjur af hvaða díl Katrín náði við von der Layen til að fá tveggja ára frest á útblástur flugvéla. Og hvað svo? 

Ragnhildur Kolka, 19.5.2023 kl. 10:17

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Góður!Þar sem mér nægði að ýta á kann að meta en sá hnappur virkar ekki núna.

Helga Kristjánsdóttir, 19.5.2023 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 14
  • Sl. sólarhring: 486
  • Sl. viku: 4061
  • Frá upphafi: 2426905

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 3771
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband