Leita í fréttum mbl.is

Life of Brian og mannréttindi

Kvikmyndin "The life of Brian" var gerð fyrir 44 árum. Myndin var af mörgum talin guðlast m.a. kaþólsku kirkjunni á Írlandi. Þó Monthy Python grínleikararnir sem gerðu myndina hafi iðulega farið á tæpasta vað, þá er kvikmyndin tær snilld. Svona kvikmynd væri ekki hægt að gera í dag vegna hugmyndafræðinnar um rétt fólks til að móðgast. Einna fremst í þeim flokki fer transhugmyndafræðin.

John Cleese helsti forstöðumaður Monthy Python hópsins og einn höfuðleikari myndarinnar Life of Brian, segir að hann hafi fengið aðvaranir og kröfur um breytingar vegna nýju hugmyndafræðinnar um "kynlast" að taka út atriði um mann sem vill vera kona og eiga börn. Hann segist ekki skilja þetta, þar sem þetta hafi þótt gott grín í meira en 40 ár. 

Í kvikmyndinni er fundur hjá baráttuhópnum "The Peoples Front of Judea". Naður nefndur Stan, segist vilja vera kona og það eigi að kalla sig "Loretta"  og hann vilji eiga börn. Cleese sem leikur Reg segir, að það sé ómögulegt af því að hann hafi ekki móðurlíf. En Stan/Loretta segir að það sé réttur hvers einstaklings, sem vill, að eiga börn.Reg ítrekar að viðkomandi hafi ekki móðurlíf, en að "The People’s Front" ákveður að berjast fyrir rétti Stan/Lorettu til að eiga börn, þar sem það sé táknrænt fyrir baráttu gegn kúgun.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar ákvað að verða þáttakandi í þessari kómedíu með því að færa hópnum "Trans Ísland" mannréttindaverðlaun Reykjavíkur árið 2023.

Hópurinn tekur þá væntanlega upp þar sem frá var horfið af "The Peoples Front of Judea",réttindabaráttu Lorettu fyrir því að eignast börn,  þó hún hafi ekkert móðurlíf, þar sem það er barátta gegn kúgunaröflunum í þjóðfélaginu og réttur hvers einstaklings að eiga börn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 500
  • Sl. sólarhring: 511
  • Sl. viku: 5014
  • Frá upphafi: 2426884

Annað

  • Innlit í dag: 463
  • Innlit sl. viku: 4651
  • Gestir í dag: 444
  • IP-tölur í dag: 419

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband