Leita í fréttum mbl.is

Glórulaus áróður og viðbrögð við loftslagskvíða.

Áróðursþáttur frá BBC var sýndur í sjónvarpinu í kvöld. Þetta rifjaði upp fyrir mér skrif Fraser Nelson um viðbrögð við loftslagskvíða.

Fraser sagðist hafa fengið tölvupóst frá bæjarfélaginu þar sem boðið var upp á námskeið fyrir fólk með loftslagskvíða. Loftslagssálfræðingur (hvað svo sem það nú er) hefði stjórnað hópnum og spurt fólk um líðanina. Svörin voru:hræddur,sakbitinn hjálparvana,reiður. Stjórnandinn sagði það eðlilegt, en fólk ætti að halda sér frá umræðum um loftslagsmál.

Það er hægara sagt en gert. Endalaus áróður er í sjónvarpi. Lloftslagsáróður er kennsluefni í skólum. Dálkahöfundurinn vísaði til loftslagsáróðursþáttarins sem sýndur var í sjónvarpinu í gærkvöld og þess neikvæða áróðurs sem þar var. Stjórnmálamenn, fjölmiðlar og „vísindamenn“ sem lifa á því að halda fram að það sé banvæn loftslagshlýnun hamast við að yfirbjóða hvern annan og mála hlutina stöðugt dekkri litum.

Afleiðingin af þessu ofstæki er að koma í ljós. Sumir eru dauðhræddir einkum börn og unglingar. Fólk neitar sér jafnvel um að eiga börn. Samt er ekkert merkilegt að gerast nema á teikniborði þeirra sem vilja bara skoða neikvæðar fréttir.

En skattlagning á almenning og afleiðingarnar af „grænu stefnunni“ sem felst aðallega í að styrkja ákveðin fyrirtæki og millifæra peninga frá skattgreiðendum til ákveðinna framleiðenda er aftur á móti að koma í ljós og fleirum og fleirum ofbýður þrátt fyrir allan áróðurinn og átta sig á að þetta er komið allt of langt.

Hollenskir bændur hafa orðið illilega fyrir barðinu á þessum trúarbrögðum og mótmæla kröftuglega. Sænski umhverfisráðherrann er í rólegheitum að útvatna grænu lögin sem hún tók í arf frá sósíalistunum og Emanuel Macron er í vandræðum heima fyrir þar sem gulvestungarnir neituðu að taka meiri hækkunum á orkuverði og hófu mótmælaaðgerðir og hafa krafist þess að Evrópusambandið hætti þessu og segja það sé þegar nóg komið. Þýskaland skrifaði upp á að bensínbílar yrðu bannaðir frá árinu 2035, en er nú á móti þeirri hugmynd.

Þegar loftslagspólitíkin fór á flug í Evrópu, þá var aldrei spurt hvað kostar þetta. Hverju náum við fram. Þýski flutningamálaráðherrann leyfði sér meira að segja að spyrja um daginn. „Hvaða skynsemi er í því að kaupa rafmagnsbíl ef rafmagnið er framleitt með því að brenna kolum“?

En það er aldrei minnst á jákvæðu hliðarnar sem eru að gerast á henni jörð. Jörðin hefur aldrei verið grænni og dauðsföllum tengdum loftslagi hefur fækkað um 90% á einni öld.  Ástæðan er einföld ríkar þjóðir eiga betra með að takast á við náttúruvá.

Með því að veikja efnahagslegar undirstöður Vesturlanda má búast við að hættan aukist frá því sem nú er í stað þess að það dragi úr henni. 

En það er ekki beint búin að vera hamfarahlýnun á Íslandi síðustu misserin og það eru engar stórkostlegar breytingar á veðurfari eða loftslagi umfram það sem gerist og gerst hefur í sögu jarðarinnar. Við erum frekar svo heppin að búa við meiri stöðugleika en iðulega hefur verið fyrir hendi - og þá þarf að skattleggja það að fólki líður vel og hræða það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Tek undir hvert orð.

Þetta loftlagskjafæði er fyrir löngu komið út fyrir allt

velsæmi. Meira segja sumir veðurfræðingar farnir að tala um

kólnun. Hvað þá..? Verður þá endurgreiðsla á þessum

filbúnu sköttum í nafni "global warming"..??

Það er reyndar algjört kraftaverk eftir öll þessi milljón ár sem

jörðin hefur verið til að mannkyninu hafi tekist á 100 árum að

breyta loftslaginu á ekki skemmri tíma. Smá rökhugsun og allir

ættu að sjá að það getur einfaldlega ekki gengið upp.

Sigurður Kristján Hjaltested, 24.5.2023 kl. 10:19

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Þetta var kynnt sem fræðsluþáttur hjá RUV
Engar lausnir og öllu hrært saman með persónulegum harmsögum til að "ýta við tilfinningum" hjá áhorfandanum og tryggja að hann drægi ekki í efa raklausar fullyrðingar næsta viðmælenda
mjög svo ódýr brellutækni

Grímur Kjartansson, 24.5.2023 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 684
  • Sl. sólarhring: 929
  • Sl. viku: 6420
  • Frá upphafi: 2473090

Annað

  • Innlit í dag: 621
  • Innlit sl. viku: 5849
  • Gestir í dag: 596
  • IP-tölur í dag: 583

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband