Leita í fréttum mbl.is

Það er ljótt að hræða börn og unglinga.

Fleiri og fleiri átta sig á,að tími óábyrgs hjals og upphrópana um hamfarahlýnun vegna loftslagsbreytinga er hættulegur. Þessvegna nálgast nokkrir fjölmiðlar málið nú af mun meiri skynsemi og hlutlægni en verið hefur. Það mátti t.d. glögglega sjá af leiðara breska stórblaðsins Daily Telegraph þ. 21. maí s.l., en ólíklegt er að blaðið hefði leyft slík leiðaraskrif fyrir einu hvað þá heldur tveim árum. Í lauslegri þýðingu minni segir leiðarahöfundur DT þetta: 

"Fyrir 80 árum þegar kjarnorkuvopn voru raunveruleiki þurftu börn að standa andspænis þeim veruleika, að möguleiki gæti verið á skyndilegum heimsenda. Börnum var kennt hvernig þau ættu að bregðast við ef að þriðja heimstyrjöldin mundi brjótast út. Nú er börnum kennt að loftslagsbreytingar séu álíka hættulegar og geti valdið heimsendi.

Eðlilega eru margir í öngum sínum af hræðslu. Þeir sem standa fyrir þessum hræðsluáróðri bera gríðarlega ábyrgð. Ef fjöldi jafnvel meirihluti unglinga heldur, að það verði heimsendir á þeirra æviskeiði vegna loftslagsbreytinga, þá eru þeir ekki að fá hlutlæga fræðslu.

Afleiðingar af einhliða eða rangri upplýsingagjöf um hnattræna hlýnun valda því að margir eiga við sálræn vandamál að stríða, aðrir vilja ekki eiga börn til að koma í veg fyrir offjölgun þrátt fyrir að fæðingartíðini þróuðu ríkjunum sé mjög lág.

Einhliða áróður um hamfarahlýnun og skortur á því að fræða fólk um að vísindamenn hafa mjög mismunandi viðhorf til hnattrænnar hlýnunar m.a. hvað varðar hraða og hækkun hitastigs leiðir til ótta. Svona ótti og vonleysi er órökrétt og fráleit, þegar litið er til hæfni mannkynsins til aðlögunar og nýrra uppgötvana, sem leiða til jákvæðra breytinga og bættra lífskjara.

Því miður hafa stjórnmálamenn ekki nálgast málið út frá þessum sjónarmiðum og halda sig fast við að ná kolefnisjafnvægi árið 2050. Á sama tíma er ekki gert nógu mikið til að tryggja að það sé næg orka frá öðrum orkugjöfum. Þegar sólin skín ekki og vindurinn blæs ekki er ekki neina orku að fá frá vindmyllum eða sólarsellum. Mikið af svokölluðum árangri varðandi orkuskipti hafa náðst vegna gríðarlegra styrkja og hafa hafa hækkað orkuverð mun meira en það hefði annars verið.

Vandi umhverfisstefnunnar felst m.a. í því að það er verið að setja sér óraunhæf markmið.

Það ætti að kenna börnum að horfa til framtíðarinnar vongóð um, að þau geti umfaðmað möguleika framtíðarinnar án ótta við þær áskoranir sem eru framundan. Það er ábyrg afstaða, en að ala á ótta um að framtíð þeirra sé líf í fátækt, sem sé eina ábyrga afstaðan er fánýtt hjal, rangt og hættulegt. Það á ekki að leyfa heimsendaspámönnum að nota skólastofurnar fyrir einhliða og rangan áróður af því tagi."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loncexter

Og til að hvekkja börnin enn meira er Kristnifræði tekin frá þeim, svo að vonleysið geti gert endanlega út af við þau.

Loncexter, 28.5.2023 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 22
  • Sl. sólarhring: 817
  • Sl. viku: 5758
  • Frá upphafi: 2472428

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 5249
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband