Leita í fréttum mbl.is

Hvers virði er stjórnmálaflokkur sem keppist við að verða eftirmynd annarra

Fyrir nokkru fjallaði blaðamaður á DT um þing ungra þjóðlegra íhaldsmanna. Vinstri menn höfðu talað um þingið sem samkomu öfga hægri manna, sem mundu spúa eitri hatursáróðurs. Blaðamaðurinn segir að þvert á móti hafi þáttakendur verið ungt framsækið og gáfað fólk og fjarri því að það væri haldið öfgaskoðunum.

Þingfulltrúar hafi verið reiðir Íhaldsflokknum fyrir að halda ekki fram stefnu íhaldsmanna eða koma henni í framkvæmd.

Meginefni ráðstefnunar voru svikin loforð Íhaldsflokksins um að stöðva ólöglega innflytjendur og vinstri lausnir í félagsmálum í stað þess sem flokkurinn ætti skv. stefnuskrá að standa fyrir sbr. aðhald og sparnaði í ríkisrekstri. Þingfulltrúar hefðu verið óhræddir við að fjalla um innflytjendamál, sögulega arfleifð og hnignun vestrænnar menningar auk fjölmörg önnur mál.

Fjallað var um hvers vegna íhaldsmönnum hefur mistekist að ná til unga fólksins og þá sérstaklega þess fólks, sem aðhyllist hefðbundnar skoðanir á þjóðfélaginu og þróun þess.

Með því að verða flokkur sem eltir sósíalskar velferðarhugmyndir vinstri manna verður Íhaldsflokkurinn ekki annað en eftirmynd eða eftirherma af andstæðingum sínum. Hvaða þýðingu hefur þá að kjósa slíkan flokk.

Það sama gildir fyrir Sjálfstæðisflokkinn og breska Íhaldsflokkinn, að skoðanakannanir verð stöðugt óhagstæðari og sama gildir fyrir báða, að þegar þú svíkur grundvallarstefnuna, þá ertu að svíkja kjósendur þína og hvernig er hægt að ætlast til að þessir sviknu kjósendur kjósi flokkinn aftur.

Forustumenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, sem hefur ekki síður en Sjálfstæðisflokkurinn og raunar mun meira, farið algjöru offari í vinstri lausnum og útþennslu ríkis og ríkisútgjalda ættu að gaumgæfa, að það þarf ekki endilega að vera best að kjósa Framsókn og Sjálfstæðisfólk þó það sé seinþreytt til vandræða lætur ekki allt yfir sig ganga eins og skoðanakannanir sína.

Fólk kýs ekki endalaust eftirlíkingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 22
  • Sl. sólarhring: 432
  • Sl. viku: 4238
  • Frá upphafi: 2449936

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 3949
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband