Leita í fréttum mbl.is

Mr. Humphrey Appleby er alltaf til staðar ef á reynir.

Ég gat ekki varist því að brosa út í báðar og hugsa til frægasta ráðuneytisstjóra veraldar Mr. Humphrey Appleby úr þáttunum "Já ráðherra" þegar Halldór Þorgeirsson formaður loftslagsráðs lagði fram tillögur ráðsins um viðbrögð við meintri loftslagsvá. 

Í samanburðarþættinum var Mr. Humphrey að ræða við ráðerrann um fullbúið sjúkrahús, með 1.500 starfsmenn, en engan sjúkling. Ráðuneytisstjórinn sagði að fjölga yrði starfsfólki um 500.  Ráðherrann spurði til hvers hvað er þetta fólk að gera. Mr. Humphrey talaði lengi um alls kyns verkefni, skjalavörslu, rannsóknarstörf,skipulagningu,stjórnsýsluverkefni,fjármálastjórn o.s.frv. Já sagði ráðherrann en það eru engir sjúklingar. Til hvers sjúklingar sagði Humphrey. Af því að sjúkrahús eru fyrir sjúklinga sagði ráðherra, en þar var Mr. Humphrey ekki á sama máli og færði fróðleg rök máli sínu til stuðnings. 

Í tillögum loftslagsráðs er lagt til að móta markvissa loftslagsstefnu, stórefla stjórnsýslu loftslagsmála m.a. í öllum krummaskuðum og hreppum landsins, skerpa aðgerðir stjórnvalda, beita stjórntækjum skilvirkar, nýta sérfræðiþekkingu, virkja getu stjórnvalda. bæta rannsóknir, bæta vöktun og undirbyggja ákvarðanir. Alvege eins og Mr. Humphrey hefði samið þetta.

Því miður bregst loftslagsmálaráðherrann okkar öðru vísi við en í þættinum Já ráðherra. Loftslagsmálaráðherra Íslands finnst tillögur hins íslenska Humphrey vera einmitt stórasannleikann í málinu og grípa þurfi til hamfaraðgerða alias Kóvíd gegn almenningi.

Vissulega má sjálfsagt finna matarholu fyrir 1500 opinbera starfsmenn til viðbótar til að sinna þeim stjórnsýslutengdu verkefnum sem íslenski Humphreyinn leggur til og ráðherrann er greinilega tilbúinn til að kokgleypa. Jafnvel þó að hamfarahlýnunin hér sé sú að hitastig undanfarna mánuði og ár hefur verið að lækka en ekki hækka. En það skiptir Guðlaug Þór ráðherra og hinn íslenska Humphrey formann Loftslagsráðs engu máli. Alþýðan skal blæða.  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

"... but frightfully well carried out." Sir. H.A.

Guðjón E. Hreinberg, 23.6.2023 kl. 02:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 779
  • Sl. sólarhring: 943
  • Sl. viku: 6515
  • Frá upphafi: 2473185

Annað

  • Innlit í dag: 702
  • Innlit sl. viku: 5930
  • Gestir í dag: 671
  • IP-tölur í dag: 655

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband