Leita í fréttum mbl.is

Engin ábyrgur?

Íslandsbanki hefur samþykkt að greiða sekt upp á 1.2 milljarða króna vegna athugunar Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Slík ofursekt er ekki lögð á fyrirtæki eða þá að fyrirtæki sætti sig við nema eitthvað verulegt sé að í starfseminni.

Íslands­banki gengst við því að hafa ekki starfað í sam­ræmi við eðli­lega og heil­brigða viðskipta­hætti og venj­ur í verðbréfaviðskipt­um vegna fram­kvæmd­ar á sölu hlutabréfa í bankanum skv. margnefndu útboði. Þar komu til samskipti við þáttakendur í útboðinu auk kaupa einstakra starfsmanna á hlut í bankanum.

Æskilegt hefði verið að fá betri og fyllri upplýsingar um þessi alvarlegu brot Íslandsbanka og stjórnenda hans, en það verður sennilega látið liggja í láginni og bankinn sættir sig við að greiða meir en milljarð vegna afglapa og e.t.v. einhvers þaðan af verra.

Nú er það þannig, að þegar fyrirtæki er fundið sekt um að brjóta gróflega af sér eins og Íslandsbanki í þessu tilviki, þá er það ekki lögpersónan Íslandsbanki sem brýtur af sér heldur einstaklingar sem starfa í og/eða stjórna viðkomandi banka. Þá er stóra spurningin hvort einhver verði látinn bera ábyrgð á því að bankinn skyldi brjóta svona gróflega af sér og ekki starfa í samræmi við lög og reglur. 

Af fréttum að dæma virðist engin þurfi að sæta ábyrgð og engin hafa gert neitt af sér nema lögpersónan Íslandsbanki.

Gott að vera í slíku vari ekki síst fyrir bankabófa.


mbl.is Birna Einarsdóttir: Við drögum lærdóm af þessu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Níutíu prósent allra dóma eru yfir almenningi, þau 9 prósent sem standa eftir eru þegar elítuaðilar deila. Þá stendur eftir eitt prósent, sem er notað á skemmdu eplin í körfunni. Þetta er mælanlegt og því engin samsæriskenning

Guðjón E. Hreinberg, 23.6.2023 kl. 14:31

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Gamla tuggan. Engin ber ábyrgð. En Birna ætlar að læra af þessu. Gott og vel, það á að duga þar sem kvennmaður er við stjórn. Ef allt væri eðlilegt þá þyrfti hún og hugsanlega fleirri að segja af sér og Lindarhvolsmálið upplýst. En er kannski einhvar tenging þarna á milli og því þarf að þaggað þetta mál niður eins og Lindarhvolsmálið? Spyr sá sem ekki veit!!

Sigurður I B Guðmundsson, 23.6.2023 kl. 15:29

3 identicon

Hvað segir lögmaðurinn um það, er búið að loka á frekari dóma í þessu Íslandsbankasölumáli a.m.k. hvað varðar Íslandsbanka?

Því ekki má víst dæma tvisvar fyrir sama brot!

Bjarni Bjarnason (IP-tala skráð) 25.6.2023 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 182
  • Sl. sólarhring: 814
  • Sl. viku: 3870
  • Frá upphafi: 2449354

Annað

  • Innlit í dag: 162
  • Innlit sl. viku: 3625
  • Gestir í dag: 158
  • IP-tölur í dag: 155

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband