Leita í fréttum mbl.is

Hyldýpisgjáin milli launafólks og ofurlaunafólks

Stundum er talað um  tvær þjóðir í landinu. Þjóðin sem býr við ofurlaun og alsnægtir og þjóðina, sem þarf að hafa sig alla við til að ná endum saman og lifa mannsæmandi lífi. 

Jafnaðarflokkur Íslands, Samfylkingin, hefur  á stefnuskrá sinni að berjast fyrir því "að afrakstur vinnu dreifist með sanngjörnum hætti um samfélagið svo enginn líði skort og allir njóti jafnra lífstækifæra."  

Lengst af voru Norðurlöndin þ.m.t. Ísland í hópi ríkja þar sem launaumur var minnstur og framþróun og þjóðfélagslegt réttlæti í samræmi við það.  Mikill launamunur leiðir til ójafnaðar, mikillar togstreitu í þjóðfélaginu og misskiptingu eigna. Ég tel það því æskilegt markmið í pólitík,að berjast fyrir því að mismunur hæstu og lægstu launa sé ekki úr hófi.

Ofurlaunin bankastjórnaraðalsins í bankakerfinu eru umfram alla vitræna glóru. Ofurlaunin sem sjást eru bara hluti af bankaspillingunni. Alls konar kaupaukar, skattaívilnanir og viðskiptatækifæri til viðbótar eru líka í boði fyrir þau innvígðu í bankageiranum. Starfskjör sem engan venjulegan launþega dreymir um og á ekki kost á. 

Formaður Jafnaðarflokks Íslands,Samfylkingarinnar, Kristrún Frostadóttir var áður en hún settist á þing, ofurlaunakona í bankakerfinu. Henni var gert tilboð, sem hún taldi sig ekki geta hafnað og fékk fyrir það 101 milljón, á þurru, þá nýkomin til starfa fyrir Kviku banka. Starfskjör sem þessi eru umfram allt velsæmi, en tíðkast í veislunni í bankakerfinu á kostnað neytenda. 

Nú skal ekki vandræðast við Kristrúnu Frostadóttur yfir ofurlaununum hennar hjá Kviku, þó þau rími ekki við stefnu flokks hennar í launamálum. 

Spurningin er hvað Kristrún Frostadóttir og Jafnaðarflokkur hennar ætlar að gera til að draga úr þeim hyldýpis launamun sem er til staðar í landinu. Finnst Kristrúnu Frostadóttur í lagi að stjórnendur í bankakerfinu séu með árslaun daglaunafólksins og ríflega það á einum mánuði? Með hvaða hætti á að ná fram þeim markmiðum jöfnuðar sem Samfylkingin boðar? Kristrún ætti að geta svarað því sem innvígð í klúbb ofurlaunafólksins í bankageiranum. 

Hvað skyldi daglaunafólkið vera mörg ár að vinna sér inn tekjur sambærilegar 100 milljóna kaupaukanum, sem Kristrún fékk í sinn hlut hjá Kviku banka. Finnst Kristrúnu sem jafnaðarmanni slík mismunun starfskjara í lagi? Skyldi Kristrún telja að fólkið utan bankageirans njóti sömu lífstækifæra og hún og félagar hennar í ofurlaunaklúbbi bankastarfsmanna?

Hvað ætlar Samfylkingin að gera til að jafna starfs- og launakjör fólksins í landinu í samræmi við stefnuskrá sína. Það er sú einfalda spurning sem ofurlaunadrottningin í formannsstól Samfylkingarinnar verður að svara. Jafnframt því hvort henni finnist ofurlaunin fyrir bankaaðalinn afsakanleg. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

... og þetta ástand ríkir í útópíu ríkisrekstrar og efnahagskerfis lífeyrissjóðanna - þar sem fjórir fimmtu alls efnahagsins og allra launa; kemur frá miðstjórn sósíalismans!

Guðjón E. Hreinberg, 5.7.2023 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 222
  • Sl. sólarhring: 416
  • Sl. viku: 4269
  • Frá upphafi: 2427113

Annað

  • Innlit í dag: 191
  • Innlit sl. viku: 3951
  • Gestir í dag: 185
  • IP-tölur í dag: 181

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband