Leita í fréttum mbl.is

Kvala- og hvalamálaráðherrann

Svandís Svavarsdóttir ráðherra hefur gert meira en aðrir ráðherrar til að efna til ófriðar við samstarfsflokka sína í ríkisstjórn og sýnt að ríkisstjórnin er ekki fjölskipað stjórnvald heldur er málum stýrt af hverjum ráðherra fyrir sig án þess að ríkisstjórnin að öðru leyti hafi með það að gera. 

Sé völdum skipt á milli margra og allir toga sitt í hvora áttina, þá getur ekki verið um skilvirkni eða skynsamlega stjórnarhætti að ræða. að ræða. En þannig er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur.

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir í blaðagrein í gær, að stjórnsýsla Svandísar reyni á þanþolið í ríkisstjórn. Það er vægt til orða tekið og á við um alla ráðherra VG. Svandís er samt sér á báti.

Sem heilbrigðisráðherra bar Svandís ábyrgð á því, að fjöldi fólks leið miklar kvalir í langan tíma vegna þess að ráðherrann kom í veg fyrir að hægt væri að nýta þá kosti sem í boði voru til að stytta biðlista eftir bráðaaðgerðum eins og liðskiptaaðgerðum vegna pólitísks ofstækis. Ofan á það bættist að fólk komt ekki til vinnu og lífskjör þeirra efnalega voru líka skert auk þeirra líkamlegu þjáninga sem fólk þurfti að taka út á ábyrgð Svandísar ráðherra.

Nú hefur Svandís séð nýtt tækifæri til að hrekkja og koma illu til leiðar algerlega að ástæðulausu. Af persónulegum geðþótta ákvað hún að banna hvalveiðar rétt í þann mund, sem hvalavertíðin var að hefjast og allt var tilbúið til að hefja hefðbundnar veiðar, sem ekkert er athugunarvert við. 

Með þessari geðþóttaákvörðun veldur Svandís margvíslegu tjóni hjá því fólki, sem hefur atvinnu af þessari starfsemi auk þess, sem skattgreiðendur þurfa að greiða reikninginn vegna löglausra athafna þessa ráðherra og brota á ákvæðum stjórnarskrár um atvinnufrelsi. 

Sæmilega burðugir stjórnmálaforingjar mundu ekki láta þetta yfir sig ganga og slíta stjórnarsamstarfinu við svo búið og þó fyrr hafi verið, en einhverra hluta vegna virðist Katrín Jakobsdóttir komast upp með það ásamt meðráðherrum sínum í VG að gera hvað sem er, sem enginn mið- og hægri flokkur í Evrópu mundi samþykkja.

Sjálfstæðisflokkurinn hefði að sjálfsögðu átt að slíta stjórnarsamstarfinu þegar Svandís Svavarsdóttir sat þversum fyrir því að hið frjálsa framtak gæti losað fólk við kvalir, óþægindi og tekjumissi meðan hún var heilbrigðisráðherra.

Nú þegar þessi ráðherra heldur uppteknum hætti af þjónkun við kommúníska arfleifð sína, er ekki annað í boði en að tilkynna forsætisráðherra, að annað hvort fari þessi vandræðaráðherra strax og atvinnufrelsi verði virt eða ríkisstjórnarsamstarfinu verði slitið þegar í stað. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 453
  • Sl. sólarhring: 560
  • Sl. viku: 4500
  • Frá upphafi: 2427344

Annað

  • Innlit í dag: 411
  • Innlit sl. viku: 4171
  • Gestir í dag: 399
  • IP-tölur í dag: 383

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband