Leita í fréttum mbl.is

Gegn vinnandi fólki

Svokallaðir vinstri flokkar, sem kenna sig við almannahagsmuni,  hafa á nokkrum árum skipt algerlega um áherslur. Þeir berjast ekki lengur fyrir hagsmunum vinnandi stétta, hinn almenna verkalýð. Ekki manninn sem Steinn Steinar orti um  í ljóði sinu "Verkamaður"

Barátta meintra verkalýðsflokka, nýja vinstrisins snýst ekki um kaup og kjör heldur að troða hælisleitendum inn í landið á kostnað skattgreiðenda. Kolefnisjöfnun með hækkun skatta og verðlags og koma í veg fyrir möguleika  vinnandi fólks til að ferðast. Á sama tíma fara auðmennirnir hvert sem þeir vilja á einkaþotum án þess að nýja vinstrið hafi neitt við það að athuga. 

Gæluverkefni vinstra fólksins er að banna arðskapandi atvinnu ef hún er þeim ekki að skapi eins og hvalveiðar og strandveiðar. Fjöldi alþýðumanna er sviptur lífsviðurværi en það skiptir ný-vinstrið engu máli og transhyggja hinna örfáu og kynræna sjálfræðið er að þeirra mati aðalatriði ásamt því að skipta um þjóð í landinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þú virðist hafa misskilið tilgang vinstrimanna frá upphafi.

Nokkur atriði:

Þeir hafa ekki skift um áherzlur, eþtta er bara augljósara núna, þegar þeir nota ekki lengur skattkerfið til þess að hindra fólk í að búa til vinnu.

Eins og kolefnisgjöldin hafi ekki verið nógu augljós.

Hælisleitendurnir eru til þess að fá nýja kjósendur, sem munu kjósa þá til þess að halda bótunum.  Það að þeir taka að se´r láglaunstörf, og halda þannig laununum niðri er bara bónus.

"Gæluverkefni vinstra fólksins er að banna arðskapandi atvinnu ef hún er þeim ekki að skapi"

Það er ekki gæ´luverkefni, það er þeirra tilgangur með öllu.  Þeim er illa við alla verðmætasköpun.

Ekkert skal vera til utan ríkisisns.

Ekkert nýtt, hefur alltaf verið svona.

Sá sem er ekki að eyða einkaframtaki til þess að stuðla að fátækt og safna öllum völdum til ríkisins er ekki vinstrimaður.

Ásgrímur Hartmannsson, 26.7.2023 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 681
  • Sl. sólarhring: 927
  • Sl. viku: 6417
  • Frá upphafi: 2473087

Annað

  • Innlit í dag: 618
  • Innlit sl. viku: 5846
  • Gestir í dag: 593
  • IP-tölur í dag: 580

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband