Leita í fréttum mbl.is

Gölluð vara í boði ríkisstjórnar og olíufélaga.

Allir söluaðilar bensíns tilkynntu, að þeir hygðust hefja sölu á gölluðu bensíni. Bensínið er blandað etanoli, orkan er minni og veldur skemmdum á vélum bíla. Gölluðu vörunni á að troða upp á neytendur hvort sem þeim líkar betur eða verr. 

Á sama tíma og olíufélögin hefja sölu á gallaða bensíninu er venjulegt bensín tekið af markaðnum og er ekki í boði lengur. Neytandinn fær ekki sjálfur að velja. 

Einokunarkaupmennirnir á 18.öld voru frægir fyrir að selja maðkað mjöl. Nú hafa olíufélögin ákveðið að feta í fótspor þeirra. 

Af hverju fá neytendur ekki sjálfir að ráða hvort þeir vilja venjulegt bensín eða þetta lélega? Af hverju eru olíufélögin og ríkisstjórnin að svindla á neytendu og koma í veg fyrir valfrelsi þeirra með þvingaðri neyslustýringu.

Er einhver furða þó mörgu Sjálfstæðisfólki þyki lítið leggjast fyrir forustu flokksins í ríkisstjórn þegar frelsinu og almennum markaðslögmálum er vikið ítrekað til hliðar og víðtæk neyslustýring er tekin upp?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll,

Hér í Bandaríkjunum er víðast hvar eingöngu E-10 bensín til sölu og hefur verið árum saman.  Fer þó hugsanlega eitthvað eftir ríkjum.  Þetta með ónýtu vélarnar á að mestu við bíla frá því fyrir og um aldamót, 20 ára eða eldri, með örfáum undantekningum.  Flestir bílar framleidfir eftir 2000 eru hannaðir fyrir E-10.  Þetta uppþot er stormur í fingurbjörg.

Kveðja

Arnór Baldvinsson, 29.7.2023 kl. 13:02

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta stangast á við það se ég hef lesið Arnór varðandi bílvélar. En hvað svo sem því líður, þá er þetta ekki eins gott eldsneyti og er ekki aðalatriðið að neytandinin hafi val.  Ef neytandinn hefur val þá ertu í frjálsu samfélagi en þegar valkostir neytandans eru teknir af honum þá eru vondir hlutir byrjaðir að gerast. Byrjunarferli alræðisríksins.

Jón Magnússon, 30.7.2023 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 691
  • Sl. sólarhring: 932
  • Sl. viku: 6427
  • Frá upphafi: 2473097

Annað

  • Innlit í dag: 628
  • Innlit sl. viku: 5856
  • Gestir í dag: 603
  • IP-tölur í dag: 590

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband