Leita í fréttum mbl.is

Glæsilegur við hliðina á ruslinu

Nýtt flokkunarkerfi á sorpi. Nýjar tunnur og aukið framlag íbúana við sorphirðu var tekið með fögnuði af ýmsum. 

Hér á heimilinu var ég ofurliði borinn og sakaður um að vera "grumpy old man" vegna athugasemda við þetta. Síðan hefur verið flokkað, en það hefur heldur komið babb í bátinn.

Bréfpokarnir fyrir matarúrgang eru varla boðlegir og valda vandamálum og ógeði. 

Sorphirða óviðunandi. Ekki hefur verið tæmt plast og pappír úr þeim hólfum, sem þessum úrgangi er ætlað í rúman mánuð og þau  blindfull og víða eru haugar af pappír og plasti við sorptunnur í hverfinu, sem Dagur ólst upp í. 

Á sama tíma og sorphirðan er í ólagi, mætir borgarstjóri til þykjustuvinnu til að láta taka af sér myndir, þar sem hann er sagður leggur gjörva hönd á plóg. 

Þetta trix er ekki nýlunda. Stjórnmálamenn hafa iðulega látið mynda sig við hliðina á sorpinu. Sbr. þekktur borgarstjóri í New York og þá var sagt,að þetta væri eina leiðin fyrir hann til að líta vel út á mynd.  Sennilega hefur Dagur frétta af þessu. 


mbl.is Dagur reyndi fyrir sér við sorphirðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég dáðist mikið að Degi Eggertssyni fyrir nokkrum árum þegar ég sá  hann í sjónvarpinu á dekkjaverkstæði við að skipta af nagladekkjum yfir á sumardekk, hugsaði að þetta starf myndi henta honum vel.    Þetta var reyndar áður en hann komst ekki í sjónvarpsviðtal um "braggamálið" fræga vegna gigtar.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 3.8.2023 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 15
  • Sl. sólarhring: 484
  • Sl. viku: 4062
  • Frá upphafi: 2426906

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 3772
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband