Leita í fréttum mbl.is

Þráhyggja RÚV og Göbbels taktar

Mér skilst að áróðursmálaráðherra Foringja þriðja ríkisins, Göbbels, hafi sagt, að væri sami hluturinn endurtekinn í síbylju, nógu oft mundi fólk fara að trúa því. RÚV virðist sama sinnis.

Ríkisútvarpið rekur trylltan áróður vegna nígerískrar konu sem kom hingað á fölskum forsendum og hefur nýtt sér öll úrræði réttarkerfisins án árangurs vegna þess að hún var ekki að segja satt. Konan átti aldrei rétt á að vera í landinu. 

Einhliða frásögn RÚV af málinu er með ólíkindum og það er ekki bara í fréttatímum sem fjallað er um málið heldur víða í dagskránni. Þar sem yfirvöld fjalla ekki um mál einstaklinga, er engin til að svara þessum ekki fréttum RÚV af málinu.

Nígeríska konan hefur þegar fengið yfir 20 milljónir(sennilega nær 30) frá íslenskum skattgreiðendum á fölskum forsendum. Á að verðlauna hana með því að halda áfram að borga fyrir hana eftir að sannleikurinn hefur verið leiddur í ljós. Hún átti aldrei rétt á þessum greiðslum hún varð sér úti um þær ranglega. 

Hvað hefði verið hægt að hjálpa mörgum sem þurftu á að halda og áttu rétt á því í stað þess að greiða þessari konu? 

Hvernig getur vinstra liðið réttlætt að skattgreiðendur eigi að halda áfram að leggja konunni til enn meira fé eftir að hún er ranglega búin að hafa milljónir út úr skattgreiðendum? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég held að þetta snúist meira um að halda lögfræðingum í vinnu en nokkuð annað.

Hugsaðu ér bara hve mikið þeir hafa haft uppúr því undanfarin 5 ár að halda þessari einu kellingu í landinu.

Ásgrímur Hartmannsson, 14.8.2023 kl. 07:48

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Reyndar var Dr. Göbbels í þessu samhengi að gera lítið úr upphafsmanni vestrænna áróðursvísinda Edward Bernays og bók hans Propaganda.

Guðjón E. Hreinberg, 15.8.2023 kl. 12:39

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Sannleikann má setja fram á ýmsan hátt

Inngangurinn í sjónvarpsfréttunum í kvöld

Trump gerði þetta og Trump gerði hitt saknæmt

loks í lokinn er sagt að það komi fram í ákæruskjali

Grímur Kjartansson, 15.8.2023 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 693
  • Sl. sólarhring: 703
  • Sl. viku: 4740
  • Frá upphafi: 2427584

Annað

  • Innlit í dag: 624
  • Innlit sl. viku: 4384
  • Gestir í dag: 587
  • IP-tölur í dag: 568

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband