Leita í fréttum mbl.is

Fólkið, forustan og Flokkurinn

Lengst af hafði Sjálfstæðisfólk þann háttinn á, að ræða málin innan flokks og afgreiða þau þar. Jafnvel þegar Gunnar Thoroddsen myndaði ríkisstjórn þvert á vilja meirihluta þingflokksins og Flokksráðs flokksins, þá var málið rætt í þaula og fundi lauk ekki fyrr en þó nokkru eftir miðnætt, þegar allir höfðu haft tækifæri til að setja fram sínar skoðanir.

Vegna þess hvernig staðið var að málum klofnaði Flokkurinn ekki á þeim tíma þrátt fyrir þann mesta ágreining sem upp hefur komið í Flokknum.

Vegna skrifa í leiðara Morgunblaðsins, umfjöllunar Björns Bjarnasonar og Arnars Þórs Jónssonar um Flokksráðsfund Sjálfstæðisflokksins á laugardaginn verður ekki hjá því komist að fjalla um þau atriði, sem þar koma fram, þó heppilegra hefði verið að afgreiða þau mál með þeim hefðbundna hætti sem lengst af hefur tíðkast í Sjálfstæðisflokknum.En virðist hafa verið aflagður að verulegu leyti á Landsfundi árið 2015, þegar undirritaður og aðrir fengu ekki tóm til að ræða málefni hælisleitenda með þeim afleiðingum, sem ófremdarástandið í þeim málum nú ber glöggan vott um. 

Flokksráðsfundurinn var vel sóttur og þar sem ég sat í salnum gat ég ekki varist því að það sóttu á mig þær hugrenningar, að það væri sérkennilegt og nánast ótrúlegt, að jafn öflugur stjórnmálaflokkur og Sjálfstæðisflokkurinn sem hefði svona mikið mannval hæfileikaríks fólks skyldi ekki fá meira fylgi í kosningum en raun ber vitni. Í framhaldi af því velti ég því fyrir mér af hverju þessi staðreynd væri ekki meginatriði fundarins. 

Forusta Flokksins fór þá leið, að taka nánast allan tíma fundarins fyrir sig, en um leið nánast útiloka það, að almennir flokksmenn gætu tjáð skoðanir sínar. Þetta var slæmt einkum vegna þess, að nauðsynlegt hefði verið fyrir Sjálfstæðisflokkinn nú að fara vandlega yfir málin og gefa almennu flokksfólki tækifæri til að benda á það sem fólk telur aflaga hafa farið og hvað þurfi að gera til úrbóta og hvað þurfi að gera til að gera Sjálfstæðisflokkinn að þeim þjóðarflokki sem hann var lengstum. 

Björn Bjarnason fyrrum ráðherra hefur lengi vel skrifað hvað bestu og gáfulegustu pistla um þjóðmál á þeim vettvangi sem hann hefur, þá kom mér á óvart, að hann skyldi bæði í Morgunblaðsgrein á laugardaginn og í bloggi sínu vandræðast við Arnar Þór Jónsson varaþingmann vegna skoðunar hans og tillöguflutnings varðandi bókun 35. 

Barátta Arnars Þórs er virðingarverð og nauðsynleg og fráleitt, að Alþingi samþykki að framselja löggjafarvaldið að miklu leyti til yfirþjóðlegra samtaka og gera það þegar engin skynsamleg rök eða þörf mæla með slíkri lagasetningu.

Arnar Þór hafði boðað tillöguflutning um málið á fundinum og gerði það eftir því sem kostur var miðað við þann eigin bergmálshelli, sem forusta Flokksins hafði kosið að sitja í.

Ég og Einar Hálfdánarson höfðum sett fram tillögur í málefnum hælisleitenda fyrir fundinn og fylgdum þeim eftir svo sem hægt var og fengum nokkru áorkað og tókum því að koma ekki öllu okkar fram. Vissulega hefðum við kosið að hægt hefði verið að ræða þau mál á fundinum svo sem lengst var venjan að gera. 

Með sama hætti bar Arnar Þór fram þá tillögu sem hann hafði boðað og hún fékk ekki brautargengi í nefndinni, en eins var með þá tillögu og okkar Einars, að ekkert svigrúm var á fundinum til almennra umræðna um málið og bera það svo undir atkvæði fundarins.

Það var ólán, að skipulag Flokksráðsfundarins skyldi ekki vera með þeim hætti, að fram kæmi sá mikli styrkur og hugmyndagnógt, sem er meðal almennra flokksmanna, en það hefði gerst ef skipulag fundarins hefði miðast við flokksfólkið í stað Forustunar.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Eina leiðin til að Ósjálfstæðiflokkurinn verði aftur frjálslyndur íhaldssamur Sjálfstæðisflokkur, er að endurvekja Íhaldsflokk Jóns Þorlákssonar. Sannaðu til.

Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 29.8.2023 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 62
  • Sl. sólarhring: 1259
  • Sl. viku: 5204
  • Frá upphafi: 2469588

Annað

  • Innlit í dag: 56
  • Innlit sl. viku: 4764
  • Gestir í dag: 56
  • IP-tölur í dag: 56

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband