Leita í fréttum mbl.is

Tjáningarfrelsið og rétthugsunin.

Páll Vilhjálmsson er einn af beittustu pistlahöfundum, sem skrifa um dagleg málefni. Hann hefur ekki vílað fyrir sér að taka til umræðu í pistlum sínum ýmis mál, sem er nauðsynlegt að ræða á opinberum vettvangi en margir vilja láta kyrrt liggja. Í stað þess að andmæla honum með rökum grípa margir sem eru á öndverðum meiði til þess, að ráðast persónulega á Pál með fullum ónotum,  hótunum og hatursorðræðu. 

Skólastjóri Fjölbrautarskólans í Garðabæ (FG), hefur leyst nemendur undan því að mæta í tíma hjá Páli. Allt er þetta vegna pistla hans undanfarið. Skólastjórinn gerir ekki tilraun til að rökræða málin við kennarann heldur grípur til einhliða ráðstafana með fullyrðingum, sem standast vart rökrænt samhengi við það sem verið er að amast út af varðandi pistla Páls.

Í pistlum sínum varðandi hinsegin fræðslu, samtökin 78 o.fl í því sambandi setur Páll fram ýmsar fullyrðingar. Spurningin sem skólastjórinn hefði átt að skoða fyrst, er hvort fullyrðingarnar eru réttar eða rangar. Séu þær réttar er ekkert tilefni til að skrifa það bréf sem skólastjórinn skrifaði til foreldra og nemenda. Séu þær rangar þá er eðilegt að skólastjórinn bendi á það og biðji kennara sinn um að leiðrétta misfærslur. Þannig ber að bregðast við á markaðstorgi tjáningarfrelsisins í stað þess að ráðast á einstakling, sem nýtir sér tjáningarfrelsið. 

Ég bíð þess, að þeir sem telja að Páll fari með rangt mál í pistlum sínum eigi við hann eðlilega rökræðu svo almenningur geti tekið afstöðu á grundvelli vitrænnar umræðu. Það að hóta mönnum starfsmissi eða lítillækka fyrir skoðanir, sem eiga erindi í umræðuna í lýðræðisríki, er fordæmanlegt.


mbl.is Þurfa ekki að mæta í tíma til Páls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ótti manna við að hafa ekki "réttar" rétttrúnaðarskoðanir er að fjötra fjölda manns. Að ætla öðrum að lifa í sama ótta og þeir eru sjálfir í lýsir helsi þeirra sem eru þannig þenkjandi.

Tómas Ibsen Halldórsson, 15.9.2023 kl. 21:50

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Svo er sagt að það ríkji málfrelsi á Íslandi en er það svo í raun??

Sigurður I B Guðmundsson, 15.9.2023 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.1.): 272
  • Sl. sólarhring: 288
  • Sl. viku: 2378
  • Frá upphafi: 2454542

Annað

  • Innlit í dag: 252
  • Innlit sl. viku: 2191
  • Gestir í dag: 242
  • IP-tölur í dag: 239

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband