Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki setið undir þessu.

Félagsmálaráðherra hefur ákveðið, að veita hælisleitendum, sem eru hér ólöglega og búið er að vísa úr landi sérstaka fjárhagsaðstoð, fæði og húsnæði, þvert á það sem um var talað við breytingu á útlendingalögunum. Þá átti að ná stjórn á stjórnlausum málaflokki, málefnum ólöglegra innflytjenda.

Fyrir utan það að fela Rauða krossinum sérverkefni ætlar félagsmálaráðherra að skikka sveitarfélög til að taka þátt í þessu endemisrugli.

Þeir sem hafa verið hér ólöglega um langa hríð á kostnað skattgreiðenda halda áfram að liggja upp á skattgreiðendum þó búið sé að vísa þeim úr landi. Allir sem hingað koma geta þá verið fullvissir um það að þeir fá að vera áfram hvað sem tautar og raular. Landamærin eru þá ekki bara hriplek heldur allt þetta hælisleitenda stjórnkerfi.  

Stjórnvöld ná engum árangri með svona vinnubrögðum.

Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn sem barðist fyrir breytingu á útlendingalögunum í vor, að láta gera sig að fífli með því að láta þetta yfir sig ganga eða slíta stjórnarsamstarfinu ef þessi aðgerð verður ekki tekin til baka. 

Því verður ekki trúað að Sjálfstæðisflokkurinn hafi vitað af þessari aðgerð félagsmálaráðherra og samþykkt hana.

Hvað er þá orðið um okkar starf gæti Jón Gunnarsson fyrrum dómsmálaráðherra spurt eins og þjóðskáldið forðum. Já og hvað eigum við þá að spyrja sem teljum það eitt mikilvægasta verkefni fullvalda þjóðar að hafa stjórn á landamærunum og gæta að þjóðtungu og þjóðmenningu.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég sá þessa frétt RÚV í gÆr og bálreið varð mér á að tengja hana við frétt um verulega stÆkkun fangelsa á landinu,ljótt en kannski ekki svo vitlaust.  

Helga Kristjánsdóttir, 28.9.2023 kl. 00:27

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Er félagsmálaráðherra að brjóta lög? Þú ert lögfræðingur, hvað segir þú um það?

Birgir Loftsson, 28.9.2023 kl. 09:34

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þetta er fyrir neðan allar hellur. Þetta lið veit ekki hvað það er að kalla yfir sig. Núna verður ekki aftur snúið. Guð blessi Ísland.

Sigurður I B Guðmundsson, 28.9.2023 kl. 09:45

4 Smámynd: Bjarni Jónsson

Sæll, Jón;

Þetta ráðslag pólitíska hneykslisflokksins VG stríðir gegn anda nýsettra laga, og er þess vegna lögleysa, mundi ég halda.  Eru engin tímamörk sett á þetta uppihald.  Mannaflasmyglararnir munu hlæja sig máttlausa yfir fíflaganginum, sem kemur frá íslenzkum stjórnvöldum.  

BJo

Bjarni Jónsson, 29.9.2023 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 271
  • Sl. sólarhring: 777
  • Sl. viku: 4092
  • Frá upphafi: 2427892

Annað

  • Innlit í dag: 252
  • Innlit sl. viku: 3788
  • Gestir í dag: 247
  • IP-tölur í dag: 236

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband