Leita í fréttum mbl.is

Heimskan og fordildin

Um árabil hafa stjórnmálaleiðtogar í Evrópu reynt að yfirbjóða hvern annan í því að lofa kolefnishlutleysi vegna meintrar hlýnunar af mannavöldum. Þeir hafa sett markmið, sem eru gjörsamlega óraunhæf og rýra lífskjör í Evrópu og draga úr samkeppnishæfni álfunnar. Fátt sýnir betur hnignun Evrópu en sú fákæna stjórnmálastétt, sem hefur það markmið að draga þrótt úr framleiðslu og skapa borgurum sínum verri lífskjör.

Flest önnur iðnríki en ríki Evrópu eru mikilvirkari í kolefnisútblæstri. Indland, Kína, Bandaríkin og Rússland bera ábyrgð á stærstum hluta af öllum kolefnisútblæstri jarðar. Þessum ríkjum dettur ekki í hug að ná þessu markmiði árið 2050 hvað þá fyrr og eru hætt að látast ætla að gera það nema Bandaríkin. Stjórnmálaleiðtogar Indlands, Kína og Rússlands telja þetta kolefnishlutleysi dæmigerða Vestræna hnignun og hégóma og finnst sjálfsagt að nýta það til hins ítrasta.

Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands ákvað að breyta um stefnu og viðurkenna, að loftslagsmarkmiðin væru óráð búist var við miklum mótmælum, en þau voru engin.

Vegna heimsku og fordildar stjórnmálamanna í Evrópu munu Evrópskir skattgreiðendur greiða verð fyrir heimsku og úrkynjun með hærri sköttum og hækkuðu vöruverði á meðan ríki á framfarabraut hlægja að forustuliði Vesturlanda.

Við verðum að breyta um stefnu alveg eins og Sunak gerði. Við höfum engin efni á því að greiða tugi milljarða í þessa loftslagshít, sem er stefnumörkun úrkynjaðrar stjórnmálastéttar sem hefur ekkert meginmarkmið en að vera í partýinu. 

Það er brýnt að losa okkur við stjórnmálaleiðtoga heimskunnar og fordilarinnar og kjósa fólk á framfarabraut sem telur hlutverk sitt að bæta kjör borgaranna og virða frelsi þeirra í stað þess að hneppa þá í skattaáþján til að þóknast erlendum loftslagsfurstum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Stutt og laggott, eða knappur og hnitmiðaður ritstíll er sú lýsing sem mér finnst einkenna bloggfærslur þínar og átt þú mitt mesta hrós skilið fyrir það, burtséð frá þeirri staðreynd að oftar en gjarna er ég þér sammála, líkt og auðvitað á við um margar aðrar ágætar langlokur hér á moggablogginu.

Jónatan Karlsson, 1.10.2023 kl. 11:53

2 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir það Jónatan. Mér finnst þetta verða helst til langt hjá mér oftast. 

Jón Magnússon, 3.10.2023 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.12.): 69
  • Sl. sólarhring: 621
  • Sl. viku: 3577
  • Frá upphafi: 2450853

Annað

  • Innlit í dag: 62
  • Innlit sl. viku: 3294
  • Gestir í dag: 61
  • IP-tölur í dag: 61

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband