Leita í fréttum mbl.is

Svo öllum líði vel í vitleysunni.

Af tilviljun heyrði ég umfjöllun í útvarpi allra landsmanna í morgun, þar sem amast var við heimalestri og heimanámi skólafólks. Mig rak í rogastans. Af hverju var amast við heimanámi? Jú þá gæti orðið mikill munur á milli námsfólks. 

Þeir sem þannig hugsa telja það af hinu illa að einhver skari fram úr og sé betri en aðrir. Hugsunin sem liggur á bakvið í furðuveröld vitleysunnar, er að þá muni þeir sem læra heima skara fram úr þeim sem ekki gera það. 

Boðskapurinn er sá, að það megi engin skara fram úr heldur verði allir að vera jafn illa læsir og reiknandi til þess, að allir geti hjakkað í því meðalhófi sem furðuveröld vinstri vitleysunnar gerir kröfu til.

Hvernig rímar það svo við samkeppnisþjóðfélagið að engin megi skara fram úr?

Sjálfsagt vel því samkeppni er ekki markmið í íslenskum skólum. Ekki heldur að kenna nemendum og sjá til þess, að þeir geti fullnýtt það sem Guð gaf þeim. Meginmarkmiðið er ekki námið, heldur að öllum líði vel í skólanum. 

Af sjálfu leiðir, að Siggi má ekki fá hærri einkunir en Jón því að þá gæti Jóni liðið illa og taka verður foreldra Sigga til bæna á næsta foreldrafundi og brýna fyrir þeim að valda ekki vanlíðan hjá Jóni með því að hjálpa Sigga að læra og hvetja hann til að dáða á vettvangi menntagyðjunnar. 

Er það furða að við skulum stöðugt lækka í Pisakönnunum þar sem borin er saman geta nemenda mismunandi þjóðlanda. Við endum með því að verða lægst með sama áframhaldi, en getum þá státað af því að öllum líði svo vel í íslenskum skólum þó engin kunni neitt og skólarnir séu ekki að rækja upphaflegt verkefni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Ég rak í rogastans þega ég komst að því að öfga-vinstrið, fyrir meir en sextíu árum, hannaði kennsluaðferð til að tryggja rénun í lestrar- og skilningsgetu fólks.

Tæplega samsæriskenning ef öfga-vinstrið stjórnar allri kennslu og að þetta er útkoman?

Guðjón E. Hreinberg, 3.10.2023 kl. 12:33

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Svo satt og sorglegt.

Hefði manni dottið þessi vitleysa í hug fyri 50 árum..??

Aldrei. Því miður virðist allt skólastarf á Íslandi

á fljúgandi niðurleið og það með aðstoð kennara.

Sigurður Kristján Hjaltested, 4.10.2023 kl. 14:24

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Hafa stjórnendur engan metnað sjálfir,verði þessi árangur talin ástæða lélegrar kennslu.

Helga Kristjánsdóttir, 5.10.2023 kl. 02:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 690
  • Sl. sólarhring: 931
  • Sl. viku: 6426
  • Frá upphafi: 2473096

Annað

  • Innlit í dag: 627
  • Innlit sl. viku: 5855
  • Gestir í dag: 602
  • IP-tölur í dag: 589

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband