Leita í fréttum mbl.is

Kim og Suella

Suella Braverman og Kim Badenoch eru breskir ráðherrar. Þær eru hörundsdökkar, dætur innflytjenda. Suella af indverskum uppruna Kim frá Nígeríu.Suella er innanríkis- og Kim viðskiptaráðherra.

Báðar telja fjöldainnflutning hælisleitenda alvarlegasta vandamálið í Bretlandi. Suella hefur bent á að verndarkerfi hælisleitenda skv.rúmlega 70 ára gömlu regluverki Sameinuðu þjóðanna sé úrelt. Milljarður manna gæti þessvegna komið til Evrópu sem hælisleitendur. Þær krefjast róttækra breytinga. 

Þær leggja mikið upp úr breskum gildum og breskri þjóðmenningu, sem þær telja að sé í hættu vegna straums hælisleitenda og samhliða samfélaga sem séu að myndast í bresku samfélagi

Tæplega 70 milljónir búa í Bretlandi og þeir þurfa ekki að óttast að þjóðtunga þeirra sé í hættu, ólíkt okkur. Samt sem áður átta þessir bresku ráðherrar sig á því að Bretar verði að ráða landamærunum.

Ekki er hægt að nudda rasistastimplinum framan í þessar konur. Ekki er hægt að blása á málflutning þeirra sem "hrútskýringar". Það sem þær segja er einfaldlega rétt. Vilji fólk ekki eyðileggja menningu sína eiginleika og tungu verður að bregðast við.

Skynsamleg umræða um innflytjendamál hefur ekkert með rasisma, fasisma, nasisma eða hægri öfgar að gera. Þær Suella og Kim tilheyra engum þessum hópum eða skoðunum þær eru einfaldlega skynsamar ungar konur. 

Hér á landi hefur umræðan um þessi mál verið að verulegu leyti þjóðfjandsamleg og skipti þar mestu að Sjálfstæðisflokkurinn þekkti lengi vel ekki sinn vitjunartíma og gerir tæpast enn þó mikið hafi lagast.

Allt frá því að ég byrjaði að vara við hvert stefndi fyrir 17 árum og ástandið yrði eins og á hinum Norðurlöndunum ef við mundum ekki bregðast við, en þvert á það voru sett lög um hælisleitendur, sem voru gjörsamlega fráleit og við stöndum uppi og horfum framan í afleiðingarnar. 

Af hverju látum við ekki skynsemina ráða núna í þessum málaflokki. Það mun ekki takast að gera nauðsynlegar breytingar meðan Alþingi er eins skipað og nú er.

Það er því þjóðarnauðsyn að knýja fram stjórnarslit og kosningar, þar sem málsvarar íslenskrar þjóðtungu, íslensks fullveldis og íslenskrar menningar nái meirihluta og geti tryggt það að við sem fullvalda þjóð ráðum landamærnum og tökum eingöngu við þeim sem eru í bráðri lífshættu, sem mun vera innan við 1% af þeim hælisleitendum sem hingað koma nú.  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

100% sammála og þó fyrr hefði verið.

Sigurður Kristján Hjaltested, 5.10.2023 kl. 15:04

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Já, til er ég að láta skynsemina ráða, en hverjir eru þá þessir málsvarar íslenskrar þjóðtungu, fullveldis og menningar sem ég gæti kosið?

Jónatan Karlsson, 5.10.2023 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 30
  • Sl. sólarhring: 823
  • Sl. viku: 5766
  • Frá upphafi: 2472436

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 5251
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband