Leita í fréttum mbl.is

Má Davíð fara í bað?

Eitt sinn gagnrýndi ég þáverandi formann Sjálfstæðisflokksins Davíð Oddsson fyrir að ekki hefði náðst í hann við vinnslu ákveðinnar fréttar á RÚV.

Magnús Óskarsson heitinn, lögmaður m.a. borgarlögmaður og stórsnillingur svaraði greininni með grein sem hét. "Má Davíð fara í bað." þar gerði hann grein fyrir að stjórnmálamenn væri að sjálfsögðu ekki alltaf tiltækir. Við Magnús urðum sammála um það, að Davíð mætti fara í bað en ekki dvelja þar svo lengi að heilsu hans væri hætta búinn eða hann vanrækti stjórnsýsluna.

Davíð Oddson má eiga það að meðan hann var formaður Sjálfstæðisflokksins þá stóð ekki upp á hann að gera pólitíska grein fyrir afstöðu sinni og flokksins varðandi pólitísk ágreiningsmál. Hann gerði það raunar svo vel,að hátt í 40% kjósenda studdu Sjálfstæðisflokkinn á þeim tíma. 

Ekki hefur náðst í formann Sjálfstæðisflokksins í mun lengri tíma en tekur að fara í bað, til að hann skýri afstöðu Íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í mikilvægu pólitísku ágreiningsmáli þ.e. hjáseta við tillögu um vopnahlé á Gasa. 

Að sjálfsögðu á utanríkisráðherra,formaður Sjálfstæðisflokksins að rökfæra þá ákvörðun, að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna strax í kjölfar hennar. Það er skylda hans sem utanríkisráðherra og það er skylda hans sem formanns Sjálfstæðisflokksins að gera grein fyrir stjórnmálastefnunni í mikilvægum málum. Það hefur sýnt sig að til þess er hann vel hæfur. Þetta var enn brýnna varðandi atkvæðagreiðsluna þar sem forsætisráðherra kvikaði strax í afstöðunni sem og flokkur hennar.

Það er ekki sérstakt hlutverk, ritstjóra Morgunblaðsins,  Björns Bjarnasonar, Hannesar H.Gissurarsonar og annarra minni spámanna að standa stöðugt í því hlutverki að rökfæra stefnu Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn meðan formaður og stór hluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins, telur rétt að vera fríhjólandi í guðsgrænni náttúrunni. Það kann ekki góðri lukku að stýra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 63
  • Sl. sólarhring: 807
  • Sl. viku: 6262
  • Frá upphafi: 2471620

Annað

  • Innlit í dag: 52
  • Innlit sl. viku: 5713
  • Gestir í dag: 50
  • IP-tölur í dag: 50

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband