Leita í fréttum mbl.is

Stríðshaukur slíðrar sverðið

Meðan stríðsátök milli Rússa og Úkraínumanna hafa staðið, hefur Katrín Jakobsdóttir verið fyrst til að mæta á fundi NATO og standa með öllum ályktunum um stigmögnun ófriðarins. 

Hundruðir þúsunda ungra manna hafa fallið á vígvöllunum í Úkraínu og fjölmargir óbreyttir borgarar. 

Aldrei hefur Katrínu Jakobsdóttur lagt til vopnahlé í átökunum. Þvert á móti hefur hún verið helsti stríðshaukur NATO á sama tíma og hún mælir fyrir því á heimavelli að Ísland fari úr NATO.

Flutt var áróðurstillaga Arabaríkja á vettvangi Sameinuðu Þjóðanna (SÞ) um vopnahlé í stríði hryðjuverkasamtaka Hamas og Ísrael. Ríkisstjórn Íslands ákvað í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar, að standa með öðrum NATO ríkjum og sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. 

Nú bregður svo við að stríðshaukurinn Katrín Jakobsdóttir vill slíðra sverðin í Mið-Austurlöndum og talar um mannfórnir, sem henni finnst verri en mannfórnir í austurhluta Evrópu. Hvernig skyldi standa á því og hvernig skyldi nú Katrín rökfæra það að ætla að standa með Arababandalaginu og rjúfa nánast órofa samstöðu NATO ríkja í þessu máli? 

Miðað við sókn Katrínar Jakobsdóttur í að vera helsti stríðshaukurinn á öllum NATO fundum, þá er hér eitthvað nýtt á ferðinni og eðlilega vefst það fyrir almúganum að skilja stefnu forsætisráðherra,sem krefst órofa samstöðu um mannfórnir í Úkraínu, kemur árásar- og landvinningastríð Aserbajan gegn Armeníu ekki við, en telur vopnahlé á Gasa brýna nauðsyn.

Katrín hefur verið mótfallinn vopnahléi í Úkraínustríðinu vegna þess, að það væri hagfellt fyrir Rússa því þá gæfist þeim svigrúm til endurskipulagningar hernaðaraðgerða. Gildir ekki það sama um Hamas? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Katrín fór á NATÓ fund

það var mikil gleðistund

Hún dansaði og daðraði á sviðinu

gott er að vera í rétta liðinu.

GB (IP-tala skráð) 1.11.2023 kl. 11:37

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Mín kenning: liðið sem hún umgengst segir henni að haga sér svona.

Og hún fer efti því egna þess að hún er NPC.

Kann ekki betri skýringar.

Ásgrímur Hartmannsson, 1.11.2023 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 326
  • Sl. sólarhring: 643
  • Sl. viku: 4147
  • Frá upphafi: 2427947

Annað

  • Innlit í dag: 301
  • Innlit sl. viku: 3837
  • Gestir í dag: 288
  • IP-tölur í dag: 269

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband