Leita í fréttum mbl.is

Kyrrstöðustyrjöld

Yfirmaður Úkraínuhers segir Úkraínustríðið kyrrstöðustyrjöld. Zelenskí hugmyndafræðin um að vinna til baka allt landssvæði sem hann telur tilheyra Úkraínu þ.á.m.Krímskagann gengur ekki upp og NATO átti að vera ljóst frá upphafi og hafa vit fyrir Zelenskí.

Gagnsókn Úkraínu hefur ekki borið neinn árangur. Þúsundum, tugþúsunum og e.t.v. hundruðum þúsunda mannslífa, hermanna, sem skipað var í tilgangslausar sóknir til að ná e.t.v. til baka sundurskotnum þorpum, hefur verið fórnað í tilgangsleysi. Enginn hernaðarsigur er í sjónmáli fyrir Úkraínu. Engin varnarlína hefur verið rofin.

Mörgum Evrópuleiðtogum er ljóst m.a.Giorgiana Meloni, að það þarf að finna leið til að ljúka átökunum. Skyldi Bjarna Benediktssyni og Katrínu Jakobsdóttur vera það ljóst.

Einhverjum kann að finnast að með samningum við Rússa, þá líti Pútín út  fyrir að vera sigurvegari, en það er hann ekki. 

Árás Rússa á Úkraínu hefur sýnt fram á veikleika Rússa sem herveldis, en um leið sýnt að efnahagslegar refsiaðgerðir Vesturveldanna gegn Rússum bitnar meira á þeim sjálfum en Rússum. 

Vesturveldin hefðu átt að leggja áherslu á samninga frá upphafi í stað þess að búa til óraunhæfar og hugmyndir um að niðurlægja Rússa og Úkraínuher gæti unnið sigur á Rússum.  

Skammtímaafleiðingar þessarar vanhugsuðu stefnu birtast nú með auknum samskiptum Rússa og Norður Kóreu. Slit Rússa á samskipti við Ísrael en vinsamleg samskipti við Hamas fyrir og í kjölfar hryðjuverkaárásanna. Aðkoma Rússa af hryðjuverkaárásinni eru enn óljós, en hið sanna mun koma í ljós.  Sigur Aserbajan á Armenum og landvinningum í Nagorno Karabak, þar sem hundruðir þúsunda Armena voru reknir frá heimkynnum sínum þar sögðu Vesturveldin ekkert enda upptekin við að magna kyrrstöðustyrjöldina.

Skammtíma sjónarmið í utanríkismálum eru skaðleg. Það þarf alltaf að skoða heildarmyndina. Pútín verður ekki eilífur, en það eru langtímahagsmunir Evrópu, að eðlileg og friðsamleg samskipti verði byggð upp við Rússa. Stjórnmálamönnum var það ljóst á tímum Sovétríkjanna,en þau ólíkt Rússlandi stefndu að heimsyfirráðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 43
  • Sl. sólarhring: 758
  • Sl. viku: 3864
  • Frá upphafi: 2427664

Annað

  • Innlit í dag: 37
  • Innlit sl. viku: 3573
  • Gestir í dag: 37
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband