Leita í fréttum mbl.is

Samstaða með lýðræði og frelsi gegn hatri og hermdarverkum.

Fyrir mánuði myrti Hamas 1.400 saklausa einstaklinga með hroðalegum hætti. Þeir pyntuðu fórnarlömbin, nauðguðu konum, drápu og svívirtu líkin, myrtu börn jafnvel ungabörn m.a. með því að kveikja í þeim og brenna þau. Villimennskan var algjör.

Hamas drápu, misþyrmdu og nauðguðu ungu fólki á tónlistarhátíð alls 260 þ.á.m. 22 ára stúlku frá Þýskalandi, sem þeir hópnauðguðu,myrtu, svívirtu líkið og óku með það um Gasa þar sem fólk hrækti á líkið. Villimennirnir kórónuðu ódæðið með því að höggva höfuðið af ungu konunni,sem hafði ekkert til saka unnið.

Búast hefði mátt við fjöldamótmælum á Vesturlöndum m.a.hér vegna morðanna og kröfu fólks um að varnarlausum gíslum 230 manns, verði sleppt. Fjarri fór því. Haldinn var samstöðufundur með íbúum á Gasa og Hamas í Háskólabíó 5.nóv. Samúð fundarmanna náði ekki til saklausra fórnarlamba Hamas og gísla þeirra.

Hluti fólksins á samstöðufundinum eru nytsamir sakleysingjar, sem óar við stöðugum áróðri RÚV um hörmungar og tölu fallina á Gasa skv. upplýsingum villimannasamtakanna. Svo er annar hluti, sem mætir vegna haturs á Ísrael. Væri ekki svo, þá mundi þetta fólk ekki síður halda samstöðufundi vegna hryllingsins sem er að gerast í  Armeníu og Súdan.

Hvernig getur fólk á Vesturlöndum tekið afstöðu með rasískum,hómófóbískum samtökum eins og Hamas, sem dásama hryðjuverk,telur samkynhneigð dauðasök. Samtök sem hika ekki við að byggja stjórnstöðvar sínar, vopnabúr og birgðageymslur undir sjúkrahúsum og skólum á Gasasvæðinu.

Hamas liðar líta á að mannfórnir á Gasa þegar Ísrael slær til baka eftir hryðjuverk Hamas, sem lið í baráttunni fyrir því að grafa undan velvild í garð Ísrael, sem það gerir óneitanlega.

Á meðan öfgamennirnir í framlínu Hamas beita öllum ráðum til að drepa sem flesta, lifa forustumenn Hamas í vellystingum á lúxus hótelum í löndum eins og t.d. Qatar.

Fyrir miðja síðustu öld voru 150.000 Gyðingar í Írak, 75.000 í Egyptalandi og tugir þúsunda í Líbýu, Sýrlandi, Jemen og Líbanon. Nánast allir þessir Gyðingar þurftu að flýja til Ísrael og meira en helmingur Gyðinga sem býr í Ísrael eru afkomendur þessa fólks. Þessir Gyðingar eiga bara Ísrael sem heimaland.

Ísrael er á örlítið land. Gyðingar hafa breytt því úr hrjúfu örfoka landi í gróðurvin, þar sem velmegun er mikil og landið í fremstu röð þjóða í efnahagslegu, menningarlegu og vísindalegu tilliti. Nágrannar þeirra búa yfir miklum óbyggðum landssvæðum, en dettur ekki í hug að bjóða Palestínufólki að byggja þau.

Ísrael er eina lýðræðisríkið fyrir botni Miðjarðarhafsins og borgararnir búa við öll almenn mannréttindi. Fimmti hver borgari í Ísrael eða 20% íbúa eru Arabískir Ísraelsmenn, sem hafa sama kosningarétt og rétt til embætta og annarra réttinda. Margir þeirra gegna mikilvægum ábyrgðarstöðum . Tæplega 20% Ísraela eru Múslimar en hafa sömu lýðréttindi og aðrir borgarar. Hvernig rímar það við slagorð Gyðingahataranna um að í Ísrael ríki apartheit eða aðskilnaðarstefna?

Þessar staðreyndir valda vinstra liðinu og Gyðingahöturnum ekki vökunum þegar þeir þykjast taka sér stöðu á grundvelli frjálslyndra skoðana og mannréttinda með einræðishyggju og ofbeldisliði Hamas, sem byggir á andlýðræðislegri miðaldahyggju, heimsyfirráða múslima og útrýmingu allra Gyðinga í heiminum.

Vonandi tekst að lama starfsemi Hamas og vonandi tekur skynsamt fólk við stjórn hjá Palestínumönnum þannig að grundvöllur skapist fyrir friði og tveggja ríkja lausnin, Ísrael og Palestína nái fram að ganga með friðsæl býli og gróandi mannlíf friðar og velsældar. Samstöðufundurinn í Háskólabíói þ 5. nóvember var ekki lóð á þá vogarskál heldur þvert á móti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Hverjir hafa fagnað drápum Hamasliða á óbreyttum borgurum í Ísrael? Enginn mér vitandi. Aftur á móti má vera hugsi yfir viðbrögðum Ísraela.  Fyrst tók það 5-6 tíma að bregðast við þegar Hamasliðar gerðu árásina. Þetta litla land, eins og þú segir réttilega, með 2-3 öflugar leyniþjónustur, einn öflugusta her í heimi réði ekki við þessa innrás??  En það er óverjandi og ekki hægt að réttlæta að sprengja Gaza aftur á steinöld og drepa í leiðinni óbreytta borgara í þúsundavís, aðalega konur og börn. Að afmennska fólk er þekkt aðferð til að auðvelda fóki að drepa. þetta greinarkorn þitt virkar svolítið eins réttlæting á framferði Ísraela. 

Tryggvi L. Skjaldarson, 7.11.2023 kl. 08:57

2 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Hver færði þessa tónlistarhátið að Gaza og afpantaði öryggisgæzlu?

Guðmundur Böðvarsson, 7.11.2023 kl. 09:22

3 identicon



Sæll Jón,

"Fyrir miðja síðustu öld voru 150.000 Gyðingar í Írak, 75.000 í Egyptalandi og tugir þúsunda í Líbýu, Sýrlandi, Jemen og Líbanon. Nánast allir þessir Gyðingar þurftu að flýja til Ísrael"


Þú ættir endilega að fá þér bókina hérna : 
"BEN-GURION'S SCANDALS How the Hagannah and The Mossad
Eliminated Jews"


"...The Israeli government wrongfully accused Arabs, while it was a Jewish
gang that committed the massacre. With much research, I later found
evidence proving the involvement of yet another massacre sponsored by
the Israeli government. It was at this point that I decided to write what I
had discovered because I knew the truth couldn't be hidden without
damaging what I believed at that time to be the refuge for the Jews..." Naeim Giladi

"BEN-GURION'S SCANDALS How the Hagannah and The Mossad
Eliminated Jews
"

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 7.11.2023 kl. 12:13

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Jón.

Þú gætir haft gagn af að nálgast kort frá 1948 - 2023 sem sýnir hvernig landtökur gyðinga breiðast líkt og illvígt krabbamein um landið gervalt í andstöðu við allar samþykktir SÞ.

Jónatan Karlsson, 8.11.2023 kl. 07:09

5 Smámynd: Hörður Þórðarson

"“Hamas, to my great regret, is Israel’s creation,” Avner Cohen, a former Israeli religious affairs official who worked in Gaza for more than two decades, told the Wall Street Journal in 2009. Back in the mid-1980s, Cohen even wrote an official report to his superiors warning them not to play divide-and-rule in the Occupied Territories, by backing Palestinian Islamists against Palestinian secularists. “I … suggest focusing our efforts on finding ways to break up this monster before this reality jumps in our face,” he wrote."

https://theintercept.com/2018/02/19/hamas-israel-palestine-conflict/

Hörður Þórðarson, 10.11.2023 kl. 04:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 17
  • Sl. sólarhring: 1233
  • Sl. viku: 5159
  • Frá upphafi: 2469543

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 4725
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband