Leita í fréttum mbl.is

Hvort, Hvar eða Hvenær

Undanfarið hafa fréttamenn ítrekað spurt helstu vísindamenn landsins í jarðfræði um: hvort það muni gjósa, hvar og hvenær. Fréttamennirnir virðast ekki geta skilið, að sérfræðingarnir vita þetta ekki. Vísindin eru ekki nákvæmari en það. 

Vísindamennirnir greina hvað er að gerast undir yfirborðinu og geta varað við hugsanlega yfirvofandi hættu. Lengra nær það ekki. 

Fyrir rúmri viku, varð ljóst, að hætta gat steðjað að í Grindavík og var bærinn réttilega rýmdur. Þá þegar var ljóst, að mikilvægt var að fólk og fyrirsvarsfólk fyrirtækja gæti unnið að því að lágmarka hugsanlegt tjón með því að ná í eignir sínar og forða verðmætum frá eyðileggingu. 

Því miður brugðust yfirvöld og létu sér helst umhugað um að draga úr mannréttindum Grindvíkinga sem mest mátti vera og í stað þess að setja í gang skipulega flutninga búslóða og annarra verðmæta frá Grindavík voru búnar til fáránlegar reglur um allt of takmarkaða aðkomu íbúa að eigum sínum. 

Það þýðir aldrei að fjargviðrast út af því sem liðið er og við fáum ekki breytt. En þá er mikilvægt að læra af reynslunni og í stað þess að vera með hörkulegar lögregluaðgerðir til að koma í veg fyrir að fólk geti náð eigum sínum,þarf að skipuleggja í samvinnu við íbúa að tryggja  flutningatæki og öruggt geymsluhúsnæði fyrir búslóðir og önnur verðmæti.

Væri ekki nær fyrir hamfarastjórnina að einbeita sér að því að hjálpa fólki við að koma í veg fyrir tjón og skipuleggja aðgerðir til að lágmarka hættu í stað þess að einbeita sér að lögregluaðgerðum til að takmarka rétt fólksins í Grindavík til að vera sjálfs sín ráðandi með óeðlilega hörkulegum hætti. 

Engin er að tala um neinn galgopaskap. En fyrr má nú aldeilis fyrr vera.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Mér finnst, miðað við margt sem ég sé rætt hingað og þangað þessa dagana, að undiralda sé að koma upp á yfirborðið vegna úlfurúlfur aðgerða, og svika, undanfarin þrjú ár.

Guðjón E. Hreinberg, 19.11.2023 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 297
  • Sl. sólarhring: 691
  • Sl. viku: 4118
  • Frá upphafi: 2427918

Annað

  • Innlit í dag: 273
  • Innlit sl. viku: 3809
  • Gestir í dag: 264
  • IP-tölur í dag: 253

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband