Leita í fréttum mbl.is

Ábyrgð og ábyrgðarleysi

Fyrir 12 dögum ákváðu lögregluyfirvöld að rýma Grindavík. Sú aðgerð var nauðsynleg miðað við upplýsingar og viðvaranir um hugsanlegt eldgos í eða við bæinn. 

Yfirstjórn Almannavarna tók við stjórninni og beitti furðulegum og ónauðsynlegum aðgerðum sem gerðu Grindvíkingum erfitt fyrir að ná í nauðsynlegan húsbúnað og bjarga verðmætum. Hver ber ábyrgð á því? 

Í fróðlegri grein á Moggablogginu bendir Haraldur Sigurðsson einn fremsti jarðvísindamaður okkar á mikilvæga hluti og segir m.a. að fyrir hafi legið frá 1954 að Grindavík væri byggð á sprungusvæði í sigdal. Einnig  að í aðalskipulagi Grindavíkur 2020 komi fram að sprungur séu undir bænum. 

Ætla hefði mátt þegar jarðhræringar byrjuðu á Reykjanesi að Ríkisstjórn Íslands gæfu sérstakan gaum að öryggi íbúa í Grindavík og nágrennis og öryggi innviða. 

Þegar til átti að taka var ekkert tilbúið af hálfu stjórnvalda og ekki verður annað séð en að Katrín Jakobsdóttir hafi vanrækt allan þennan tíma eða í 3 ár að halda ráðherrafundi um þetta mikilvæga stjórnarmálefni.

Má minna á, að árið 2011 var þessi sama Katrín í hópi  ákærenda á hendur Geir H. Haarde fyrir það sakarefni að hafa ekki haldið ráðherrafundi um vanda banka-og fjármálakerfis landsins. Tíminn sem þar var um að ræða voru 3 mánuðir en nú hefur meint vanræksla Katrínar varað í 3 ár.

Skyldi Katrín vera tilbúinn að axla ábyrgð og ákæra sjálfa sig með sama hætti og hún gerði þegar Geir H. Haarde átti í hlut eða segja af sér vegna þessa?

Katrínu hefði átt að hafa verið ljóst að alvarlegur háski vofði yfir Grindavík og nágrenni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 354
  • Sl. sólarhring: 1356
  • Sl. viku: 5496
  • Frá upphafi: 2469880

Annað

  • Innlit í dag: 336
  • Innlit sl. viku: 5044
  • Gestir í dag: 335
  • IP-tölur í dag: 329

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband