Leita í fréttum mbl.is

Hvika þá allir

Falleg stytta, sem verið hefur borgarprýði í tæp 70 ár, af öldruðum manni,sem heldur í hönd ungs drengs þykir ekki lengur hæf til að vera fyrir almenningssjónum og best sé að hola styttunni ofan í kjallara. Þetta upplýsti Einar Þorsteinsson verðandi borgarstjór og sagði að samstaða hefði verið í borgarráði um baráttuna gegn styttunni.

Styttan er af afkastamesta og ástsælasta æskulýðsleiðtoga Íslands, sr. Friðrik Friðrikssyni, sem gekkst fyrir stofnun KFUM og íþróttafélaganna Vals og Hauka svo nokkuð sé nefnt. Auk þess samdi hann mikið af þekktustu trúarljóðum ungs fólks.

Það er dapurlegt, að stjórnendur Reykjavíkur skuli ákveða að kasta styttunni vegna ósannaðra ávirðinga og harla ólíklegra í þokkabót,sem hafðar eru eftir ónafngreindum einstaklingi. Þessi aðför að einum merkasta og mætasta manni íslensks þjóðfélags er óboðleg og hvað gekk fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í borgarráði til, að standa að þessari aðför að æru og virðingu sr. Friðriks Friðrikssonar, vegna órökstuddra ósannaðra ávirðinga?

Eftir stendur þessi samþykkt þeim öllum til skammar sem að henni stóðu, en góð minning um sr. Friðrik Friðriksson mun lifa. 


mbl.is Samstaða um styttuna af séra Friðriki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 846
  • Sl. viku: 4636
  • Frá upphafi: 2468301

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4275
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband