Leita í fréttum mbl.is

Á skammri stund

Gamalt máltæki segir: "Á skammri stund skipast veður í lofti." Það sama á við um önnur náttúrufyrirbæri. 

Um kl. 22 í gær hófst eldgos á Reykjanesi nokkrum kílómetrum frá Grindavík. Enginn sérfræðingur í jarðvísindum spáði fyrir um gosið, sem sýnir vel að þrátt fyrir alla okkar þekkingu, mælitæki og aðra tækni, þá er náttúran söm við sig og duttlungar hennar eru  lítt fyrirsjáanlegir. 

Margir höfðu spáð fyrir um gos fyrir nokkru síðan, en það gos kom aldrei, en nú kemur það af miklu afli.

Á þessari stundu virðist, sem gosið muni ekki valda miklu tjóni og þá ekki í Grindavík, sem er mikið lán. 

Nú þarf að gæta allra varúðarráðstafana sem fyrr,en gæta þess að fara ekki offari. Jarðvísindamenn eiga auðveldara með að átta sig á aðstæðum og líkum á því hvað muni gerast eftir að gos er hafið. Vonandi hefur Ármann Höskuldsson einn fremsti sérfræðingur okkar í þessum málum rétt fyrir sér, þegar hann segir að líkur séu á því að draga muni hratt úr krafti gossins. 

Okkar kynslóð hefur verið blessunarlega laus við gos, sem hafa valdið miklu tjóni ef frá er talið gosið í Vestmannaeyjum. En þá tók þjóðin á, með samstilltu átaki og leysti þau mál sem þurfti að leysa. Vonandi gengur eins vel nú, að leysa þau mál sem þarf að leysa fyrir Grindvíkinga í þeirri von, að þeir geti snúið aftur í sinn heimabæ sem fyrst. 

Þegar útlitið var sem dekkst í Vestmannaeyjagosinu sagði þáverandi forsætisráðherra Ólafur Jóhannesson. "Vestmannaeyjar munu rísa". Mörgum þótti það ansi djarflega mælt á þeirri stundu, en það gekk eftir. Nú skulum við taka höndum saman um að láta það raungerast, að Grindavík muni rísa á ný sem fyrst með blómlegu mannlífi og atvinnulífi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 672
  • Sl. sólarhring: 925
  • Sl. viku: 6408
  • Frá upphafi: 2473078

Annað

  • Innlit í dag: 609
  • Innlit sl. viku: 5837
  • Gestir í dag: 584
  • IP-tölur í dag: 571

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband