Leita í fréttum mbl.is

Gleðileg jól í Grindavík en gætum að okkur

Miklar gleðifregnir, að yfirvöld almannavarna skuli hafa heimilað Grindvíkingum að halda jólin heima hjá sér. Það hlítur að vera mikill léttir fyrir marga Grindvíkinga. Fyrir nokkrum dögum virtist það fjarri lagi. 

Grindvíkingar sem aðrir gera sér grein fyrir því, að náttúruvá þarf ekki að vera langt frá Grindavík og þeir sem ákveða að halda jól og áramót í Grindavík eru meðvitaðir um það. 

En þannig er það víða í heiminum, að fólk kýs að vera í heimabyggð jafnvel þó að hættur geti steðjað að. Það er enginn sem getur búið sig svo að umhverfi hans sé algerlega hættulaust.

Við höldum jól og reynum að hafa þau sem gleðilegust og öruggust fyrir okkur öll og vonandi verða jólin góð og kærkomin fyrir þá Grindvíkinga sem eiga þess kost að halda þau heima hjá sér. Til hamingju með það Grindvíkingar. 

Það eru fleiri váboðar en þeir náttúrulegu, sem gæta verður að. Meira áfengi selst í desember en í nokkrum öðrum mánuði ársins. Á mörgum heimilum missa jólin glit, sitt hamingju og helgi vegna þess að einhver úr fjölskyldunni slasast vegna ölvunnar, verður sér til skammar eða kemur í veg fyrir að aðrir geti notið jólanna. Gætum að okkur, hugsum um hvort annað og látum ekki Bakkus eyðileggja það sem annars hefði getað verið svo gott og gleðilegt.  


mbl.is Grindvíkingar fá að halda jólin heima hjá sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jón; sem oftar og fyrri !

Endurupptaka þess áfengisbanns; sem ríkti hjerlendis

árin 1915 - 1933 er í rauninni sjálfsögð, í ljósi

þeirrar harðneskju og eyðileggingar, sem af drykkjunni

stafar - oftsinnis:: er áfengið stökkpallur til þeirra

eitrunarefna, sem í fastara forminu eru, sem kunnugt er.

Yrði sett á; allsherjar áfengissölubann, myndi jú 

neðanmáls fólkið brugga óþverran heimafyrir vitaskuld,

en þar með yrði dreifingin samt snöggtum minni, nema

til þeirra flóna sem kræfuzt yrðu, til þessa skólps.

Nú um stundir; er bjór brugghúsum ýmsum hjerlendis

hampað fyrir framleiðzlu sína, og gott ef, að hinir

ýmsu meðal ráðamanna landsins þyki ekki bara, hinn

mesti fengur að - ef marka má umfjallanir fjölmiðla

og hinna svokölluðu samfjelagsmiðla:: ýmissa.

Þakka þjer Jón; fyrir að vekja þessa þörfu umræðu,

ekki hvað sízt í ljósi hinnar vaxandi glæpatíðni,

sem orðin er viðvarandi, í samfjelaginu.

Með beztu hátíða kveðjum; af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.12.2023 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 31
  • Sl. sólarhring: 859
  • Sl. viku: 4665
  • Frá upphafi: 2468330

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 4304
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband