Leita í fréttum mbl.is

Var virkilega nauðsyn á þessu

Svo virðist sem verkalýðshreyfingin og samtök atvinnulífsins séu um það bil að ná hófstilltum langtímasamningum. Það er að sjálfsögðu gleðiefni og er mikilvægt innlegg í baráttuna gegn verðbólgunni. 

Því miður hefur ríkisstjórnin ekki gætt sín nægjanlega vel og hækkar gjöld um þessi áramót og rekur síðan ríkisstjórn með halla sem er ekkert annað en ávísun á verðmæti sem ekki eru til sem leiðir til verðbólgu.

Þegar Kjararáð úrskurðaði árið 2017, að æðstu embættismenn ríkisins og stjórnmálamenn skyldu hækka verulega í launum og umfram aðra launþega, þá var það ávísun á óróa á vinnumarkaðnum. Verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur náðu þá að sýna meiri ábyrgð en ríkisstjórn þess tíma og hvað þá Kjararáð, sem kvað upp úrskurð án nokkurs haldbærs rökstuðnings. Þetta rugl hefur síðan þvælst fyrir og á því bera þeir stjórnmálamenn ábyrgð, sem að létu galinn úrskurð Kjararáðs verða að veruleika. 

Eins og nú árar er vægast sagt óheppilegt að þeir launþegar sem hvað hæstar hafa tekjurna skuli ekki sætta sig við örlitla leiðréttingu á því sem hefði aldrei átt að koma til framkvæmda. En svo virðist sem hálaunaaðallinn ætli sér hvað mest um þessar mundir á meðan verkalýðshreyfingin ásamt atvinnurekendum virðist ætla að sýna fulla gát og huga að þjóðarhag. En það getur aldrei orðið þannig til langframa, að láglaunafólkið sýni meiri ábyrgð en ríkisstjórn og þeir sem hæst hafa launin.

En ábyrgðina bera umfram aðra þeir sem létu úrskurð Kjararáðs koma til framkvæmda á sínum tíma,hvað þá það lánlausa Kjararáð, sem úrskurðaði gjörsamlega út í bláinn árið 2017.

Það verður að bregðast við og endurskoða allt launakerfi ríkisins frá grunni. Ríkið á ekki að vera leiðandi í launahækkunum og það umfram getu og þjóðarhag.   

 


mbl.is Vonbrigði að dómarar áskilji sér rétt á ofgreiðslum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Verkalýðshreyfingin? Síðan ég hóf að muna eftir mér, og ég er fæddur 1966, hefur ekki verið nein verkalýðs eða stéttabarátta í landinu; og þannig verður þar til þessi illskeyttu kommúnistafélög verða lögð niður.

Fólk gerir sér ekki grein fyrir muninum á réttinum til að berjast fyrir bættum aðbúnaði og betri launum (jafnvel með verkföllum) annars vegar og skylduskráninu í sósíalísk verkaðlýðsfélög hins vegar - en hið síðarnefnda afnemur hið fyrrnefnda.

Hér er engin menning; því hugurinn er frosinn.

Guðjón E. Hreinberg, 24.12.2023 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 63
  • Sl. sólarhring: 807
  • Sl. viku: 6262
  • Frá upphafi: 2471620

Annað

  • Innlit í dag: 52
  • Innlit sl. viku: 5713
  • Gestir í dag: 50
  • IP-tölur í dag: 50

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband