Leita í fréttum mbl.is

Friður og fyrirgefning

Boðskapur helgisagnar Lúkasarguðspjalls um fæðingu Jesú er friðarboðskapur. Í þeirri frægu bók Útópía þar sem höfundur lýsir fyrirmyndarlandinu er helsta keppikeflið að ná fram friði og einu sigurgöngurnar sem haldnar eru í Útópíu eru sigurgöngur vegna þess að náðst hefur að semja um frið og hætta að stríða.

Ísland verður að gæta þess á nýju ári að vera í forustu þjóða, sem berjast fyrir friði og leysa vandamál með samningum en ekki ófriði. 

Svo virðist, sem að hinn kristni heimur líði mikið fyrir að hafa gleymt fyrirgefningunni sem Jesús boðaði. Fólk ætti að muna hvað Jesús gerði þegar bersynduga konan var leidd fram og Jesús spurður hvort ekki væri rétt að grýta hana til bana. Jesús svaraði "Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrstur steini í hana".

Þá gengu allir burtu öldungarnir fyrst. Jesús spurði konuna áfelldist engin þig. Nei sagði hún. Ég áfellist þig ekki heldur sagði Jesús. 

Þarna var um dauðasynd að ræða skv. lögmálinu, en Jesús fyrirgaf hann áfelldist ekki. Hann gefur öllum tækifæri til að snúa frá villu síns vegar og koma til hans fyrir trú og góð verk. Við skulum muna þetta áður en við grípum til fordæmingar.

Tileinkum okkur þennan meginboðskap

Því miður virðist þessi meginboðskapur kristinnar trúar um fyrirgefninguna hafa gleymst jafnvel í meðförðum kirkjunnar sjálfrar á undanförnum árum. 

Kristið fólk má ekki gleyma því inntaki kristinnar trúar sem er friður og fyrirgefning. Sigurganga jólaboðskaparins felst í þeirri boðun.

Gleðileg jól.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk innilega Jón fyrir að minna á kjarnann.

Jólakveðjur að austan.

PS. Þetta er ekki til birtingar.

Ómar Geirsson, 24.12.2023 kl. 15:35

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir þetta innlegg Ómar. Gleðileg jól til þín og þinna. 

Jón Magnússon, 25.12.2023 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 75
  • Sl. sólarhring: 169
  • Sl. viku: 5272
  • Frá upphafi: 2416293

Annað

  • Innlit í dag: 65
  • Innlit sl. viku: 4878
  • Gestir í dag: 62
  • IP-tölur í dag: 57

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband