Leita í fréttum mbl.is

Hjátrú. Breytingar og ómumbreytanleikinn

Daninn Niels Bohr var heimsfrægur vísindamaður og vann á sínum tíma Nóbelsverðlaun í eðlisfræði. Hann var eins og vísindamenn þess tíma mjög ákveðinn  raunsæishyggjumaður. En jafnvel þeir eru ekki alltaf samkvæmir sjálfum sér.

Sú saga er sögð af Niels Bohr að hann hafi haft skeifu hangandi yfir útidyrunum í sumarbústaðnum sínum. Gestur sem kom til hans lýsti undrun sinni á að þetta tákn hjátrúar skyldi vera þar og spurði Bohr: “Hvernig getur þú sem náttúruvísindamaður trúað því að svona hlutur færi þér hamingu?”

Nú sagði Bohr "ég trúi nú ekki á það en mér er sagt að skeifan færi manni hamingju jafnvel þó maður trúi ekki á hana.” Gamlir hlutir og gamlir siðir breytast seint.

Flestir reka sig á það, að það sem þeir töldu auðvelt að breyta meðan þeir voru ungir var það alls ekki. Þannig er það og þannig hefur það verið oft sem betur fer, en líka oft því miður, þá tókst ekki að gera góða hluti vegna tregðu og ótta við breytingar.

Á gröf biskups í Bretlandi er eftirfarandi texti sem tjáir þessa hugsun mjög vel. Þessi grafskrift er svohljóðandi:

“Þegar ég var ungur og frjáls og ímyndun mín átti sér engin takmörk, dreymdi mig um að breyta heiminum. Þegar ég varð eldri og vitrari uppgötvaði ég að heiminum yrði ekki breytt svo ég breytti ætlun minni dálítið og ákvað að breyta aðeins landinu mínu. En það virtist líka vera óumbreytanlegt. Þegar ég varð gamall þá reyndi ég í örvæntingu að gera síðustu tilraun og ákvað nú að breyta aðeins fjölskyldu minni, en það tókst ekki heldur. Núna þegar ég ligg banaleguna hef ég uppgötvað að hefði ég aðeins breytt sjálfum mér fyrst, mundi ég sem fyrirmynd hafa breytt fjölskyldu minni. Með því að vekja áhuga hennar og fá stuðning hennar hefði ég síðan getað breytt landinu mínu til hins betra og hver veit. Ég gæti jafnvel hafa breytt heiminum."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Skammtafræði Bohr var í raun grín, sem ætlað var til að sýna framá að afstæðiskenning Einstæn væri lélegt grín. Hvorutveggja er enn tekið alvarlega.

Reyndar er tímarúms útskýring Bohr mjög áhugaverð ... en það er allt önnur ella.

Guðjón E. Hreinberg, 26.12.2023 kl. 16:28

2 Smámynd: Jón Magnússon

Nú skortir mig þekkingu Guðjón á þessum eðlisfræðilegu hlutum. 

Jón Magnússon, 27.12.2023 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 67
  • Sl. sólarhring: 809
  • Sl. viku: 6266
  • Frá upphafi: 2471624

Annað

  • Innlit í dag: 56
  • Innlit sl. viku: 5717
  • Gestir í dag: 54
  • IP-tölur í dag: 54

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband