Leita í fréttum mbl.is

Betra að veifa röngu tré en öngvu

Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í dag, að geþóttaákvörðun Svandíar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að stöðva hvalveiðar 1. júní s.l. bryti í bága við lög um hvalveiðar. Þá segir einnig í áliti hans að útgáfa reglugerðar Svandísar í því sambandi samrýmdist ekki kröfum um meðalhóf og þ.a.l. ekki verið í samræmi við lög að þessu leyti. 

Svandís gerðist því sek um valdníðslu með því að brjóta gegn 4.gr.l. um hvalveiðar og reglum um meðalhóf. Þessi brot ráðherra munu kosta skattgreiðendur hundruði milljóna. 

Svandísi mátti vera ljóst, að hún var að brjóta lög þegar hún setti reglugerð um tímabundið bann við hvalveiðum. Þá hlaut henni líka að vera ljóst, að með því mundi það kosta skattgreiðendur þ.e. ríkissjóð verulegar fjárhæðir. 

En hún gerði það samt og situr nú uppi með það að hafa brotið alvarlega af sér í starfi sem ráðherra. 

Svandísi finnst það allt í lagi miðað við kjafthátt í bloggfærslu hennar í dag og finnst greinilega betra að veifa röngu tré en öngvu. Hún er einfaldlega sek um lagabrot.

Krafist hefur verið afsagnar ráðherra af minna tilefni. Skyldi nú einhver döngun vera í Katrínu Jakobsdóttur til að segja Svandísi vinkonu sinni að þetta þýði að hún verði að axla ábyrgð og víkja sem ráðherra. Skal ekki það sama yfir alla ganga? 

 

 


mbl.is Kveðst ekki hafa átt annan kost
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Víkja sem ráðherra! Kanntu annan?? 

Sigurður I B Guðmundsson, 5.1.2024 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 682
  • Sl. sólarhring: 928
  • Sl. viku: 6418
  • Frá upphafi: 2473088

Annað

  • Innlit í dag: 619
  • Innlit sl. viku: 5847
  • Gestir í dag: 594
  • IP-tölur í dag: 581

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband