Leita í fréttum mbl.is

Mál Vinstri grænna?

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra braut lög og fór gegn reglum um meðalhóf þegar hún bannaði hvalveiðar tímabundið sl. sumar, segir í áliti Umboðsmanns Alþingis. Við blasir, að þeir sem ólögmætt bann ráðherrans bitnaði á eiga milljóna kröfur á hendur ríkinu vegna ólögmæts ráðslags Svandísar. 

Spurningin er hvort Svandís geti setið áfram sem ráðherra þegar þetta liggur fyrir. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra gat það ekki þó sakir hennar væru ansi léttvægar, en fjarri fer því í máli matvælaráðherra.

Áslaug Arnar Sigurbjörnsdóttir ráðherra sagði í hádegisfréttum, að hvað gera ætti varðandi Svandísi væri fyrst og fremst málefni Vinstri grænna. Það er rangt. Það er mál, sem hlítur að vera á borði hvers einasta alþingismanns. 

Spurningin er hvaða kröfur gerum við til ráðherra. Geta alþingismenn skilað auðu þegar meta á hvort að ráðherra geti setið áfram eftir að hafa brotið lög og farið gegn einni mikilvægustu reglu stjórnskipunarinnar um viðskipti ríkis við borgaranna. Geta þingmenn borið því við að þeim komi þetta ekki við vegna þess að stjórnarsamstarf geti verið í hættu. Fjarri fer því. 

Þess er krafist af alþingismönnum, að þeir fylgi sannfæringu sinni og það verða þeir að gera í þessu máli sem öðru og því fer fjarri, að það sé hægt að samþykkja það að það sé viðurlagalaust, þó að ráðherra misbeiti valdi sínu, brjóti lög og baki ríkinu stórfellda bótaábyrgð. 

Alþingi setur niður ef það gerir ekki þá siðrænu kröfu til að ráðherra sem þannig hefur hagað sér óháð hver það er eða í hvaða flokki víki úr ráðherrastól. Það kemur öllum þingflokkum við og öllum þingmönnum að móta meginreglu í því sambandi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þetta bara undirstrikar að ráðherrastólar eru meira virði en lög hjá þessu liði sem við eigum svo að bera virðingu fyrir. 

Sigurður I B Guðmundsson, 9.1.2024 kl. 19:29

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Huglausir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn sitja á þingi. Það er sorglegt.

Tómas Ibsen Halldórsson, 9.1.2024 kl. 19:55

3 Smámynd: Guðmundur Karl Þorleifsson

Auðvitað á viðkomandi ráðherra Svandís Svavarsdóttir að segja af sér, að öðrum kosti á alþingi að víkja henni úr ráðherrastól!  Það er skrítið ef sérstakt gildi fyrir alla aðra ráðherra en þá sem tilheyra VG.. 

Guðmundur Karl Þorleifsson, 9.1.2024 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 682
  • Sl. sólarhring: 928
  • Sl. viku: 6418
  • Frá upphafi: 2473088

Annað

  • Innlit í dag: 619
  • Innlit sl. viku: 5847
  • Gestir í dag: 594
  • IP-tölur í dag: 581

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband