Leita í fréttum mbl.is

Krónprinsessan okkar og drottning Dana kveður.

Margrét Þórhildur II Danadrottning stígur til hliðar  á morgun eftir farsælan feril. Þar með eru endanlega rofin hin formlegu tengsl okkar við dönsku krúnuna. Margrét var skírð íslensku nafni og gert ráð fyrir því að hún mundi í fyllingu tímans verða drottning Íslands. En þannig varð það ekki þar sem að Ísland ákvað að verða lýðveldi árið 1944.

Konungar og drottningar eru leifar frá liðnum tíma og viðhorfum passa satt að segja ekki við lýðræðis- og jafnræðishugmyndir okkar tíma. Samt sem áður eru ekki lengur sterkar hreyfingar fyrir að afnema konungsveldi í þeim löndum sem eru næst okkur. Sennilega vegna þess að þjóðhöfðingjarnir hafa verið farsælir í störfum sínum. 

Það er samt sem áður ekki samrýmanlegt í lýðræðisþjóðfélagi að búa við það að hafa þjóðhöfðingja sem byggja á þeirri hugmyndafræði að þeir hafi við fæðingu öðlast rétt til að verða  þjóðhöfðingjar í framtíðinni á þeirri forsendu að þeir séu öðruvísi og merkilegri en annað fólk. 

Við virðumst samt ætla að sætta okkur við þetta enn um hríð hvað sem öðru líður og vissulega finnst mörgum gaman að sjá tindátana og prjálið í kringum konungsveldin, sem eru hrein tildurembætti. Raunar ekki ólíkt því sem að forsetaembættið á Íslandi hefur þróast í, þar sem að reynt er að líkja eftir siðum og venjum arfakóngana.

Við megum vel við una samskipti okkar við Margréti Þórhildi, sem og föður hennar Friðrik 9 Danakonung, sem hafa reynst Íslandi vel eftir því sem þau höfðu eitthvað með mál að gera. 


mbl.is Listræn og litrík Danadrottning kveður hásætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég get a.m.k. sagt að í Danmörku er enginn að tala um að hrófla við þessu fyrirkomulagi þrátt fyrir allskyns dramatík, sérstaklega hjá yngri bróður hins nýja konungs. Margrét er ósnertanleg og yfir alla gagnrýni hafin. Það kemur í ljós hvort hinn nýi konungur fái sömu stöðu, nánast guðatölu. 

Geir Ágústsson, 14.1.2024 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 64
  • Sl. sólarhring: 807
  • Sl. viku: 6263
  • Frá upphafi: 2471621

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 5714
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband