Leita í fréttum mbl.is

Skelfilegt

Það er skelfilegt að verða vitni að því, að náttúruhamfarir ógni Grindavík. Á þessari stundu vitum við ekki hvaða tjón verður af eldgosinu sem hófst í morgun. Vonandi verður það sem minnst og vonandi rís Grindavík fljótlega við eins og Vestmannaeyjar gerðu þegar gosinu þar lauk. 

Samfélaginu ber að koma til liðs við íbúa Grindavíkur og gera þá jafnsetta og hefðu þesar náttúruhamfarir ekki lent á þeim. Að sjálfssögðu hlíst verulegur kostnaður af því, en það sér enginn eftir því að greiða það sem til þarf, þannig að fólkinu, sem verður nú að flýja heimili sín geti liðið vel og notið þess sama og aðrir borgarar þessa lands. 

Ríkisstjórnin þarf að bjóða Grindvíkingum að kaupa húsin þeirra sem vilja selja á markaðsvirði og ganga frá samningum um forkaupsrétt þeirra til að kaupa eignir sínar aftur af ríkinu vilji þeir það þegar núverandi ástandi lýkur. Það er um margt skynsamlegri ráðstöfun en að kaupa húseignir fyrir Grindvíkinga annarsstaðar á sama tíma og fólkið verður í óþolandi ástandi gagnvart lánastofnunum og lífeyrissjóðum. 

Álag á alla innviði mun aukast verulega vegna náttúruhamfaranna. Þeir innviðir eru því miður margir þandir til hins ítrasta vegna þjóðfjandsamlegrar stefnu ríkisstjórnar í hælisleitendamálum undanfarin ár. 

Nú er mál að linni. Við berum ábyrgð á því fólki sem er í landinu og við eigum að gera okkar besta hvað það varðar. Meira álag er ekki hægt að leggja á heilbrigðisþjónustu, íbúðamarkaðinn eða skólakerfið. Við getum því ekki verið að bruðla með fé, sem ekki er til, en ríkissjóður er rekinn með miklum halla. Við verðum að loka landinu alla vega tímabundið gagnvart svokölluðum hælisleitendum og allt tal um að flytja eitthvað fólk, sem hér á ekki heima og aðlagast ekki samfélaginu frá Gasa yrði griðrof af hálfu stjórnvalda gagnvart hagsmunum fólksins í landinu. 

Búum vel að okkar og gætum þess, að fólk sem verður fyrir tímabundnu tjóni geti búið við góð lífskjör eins og við hin.  


mbl.is „Maður horfir bara á húsið sitt í bakgrunninum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Force majeure.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.1.2024 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 491
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband