Leita í fréttum mbl.is

Bruðlið gengur ekki við þessar aðstæður

Þegar þetta er skrifað liggur ekkert fyrir um að stefnumótun sé í gangi hjá ríkisstjórninni og til hvaða ráða skuli grípa, til að gera Grindvíkinga jafnsetta og hefðu þeim ekki verið gert að yfirgefa hús og heimili vegna náttúruhamfara.

Í pistli mínum fyrir nokkru kom fram sú hugmynd, að ríkissjóður kaupi á markaðsverði, húseignir þeirra Grindvíkinga sem vilja selja. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa þegar tekið undir þá hugmynd. 

En það er ekki nóg að bæta íbúum Grindavíkur efnahagslegt tjón, það verður líka að gæta þess, að þeir njóti þeirra kosta, sem aðrir íbúar þessa lands njóta m.a. varðandi nám,atvinnu, heilbrigðisþjónustu og annað sem gerir velferðarþjóðfélag að velferðarþjóðfélagi. 

Allt kostar þetta mikið fé og hvar á að taka þá fjármuni þegar óráðsstjórnin sem nú situr hefur rekið ríkissjóð með bullandi halla undanfarin ár auk þess að stela peningum og tæma þá hamfara- og neyðarsjóði sem ákveðnar og jafnvel markaðar skatttekjur hafa runnið til. Þeir sem þannig hafa ráðslagað verða að taka út sína refsingu í næstu kosningum, en nú er verkefnið að gæta þess að ríða ekki hagkerfinu á slig vegna þess mikla kostnaðar sem nauðsynlegt er að mæta vegna náttúruhamfarana við Grindavík. 

Þá er fyrst til að taka að við verðum að taka fyrir bruðl og óráðssíu og fresta því sem litla og jafnvel enga þýðingu hefur eða er óðs manns æði að sinna meðan ástandið er með þeim hætti sem það er. 

Væri ekki ráð að hætta öllu fjasi um langstærsta draum Dags borgarstjóra, Borgarlínuna, sem ekki verður séð að leysi neitt á næstu árum. Þarf að eyða peningum í skoðun á flugvelli við Hvassahraun? Er ekki nauðsyn að loka landinu fyrir hælisleitendum meðan þetta ásand varir og milljarðar sparaðir með því? Er afsakanlegt að við greiðum milljarða vegna meintrar hlýnunar jarðar á þessum tímum? Hvað með utanríkisþjónustunni eða ósiðleg sjálftöku stjórnmálaflokkana á styrkjum til sín úr ríkissjóði og ofurlaun stjórnmálamanna, þarf ekki að spara þar? 

Þegar við grípum til aðgerða eins og nauðsynlegar eru við þessar aðstæður þá kosta þær mikla fjármuni. Við eigum ekki að láta morgundaginn greiða kostnaðinn fyrir okkur í núinu eins og ríkisstjórnin hefur gert til þessa í algjöru hagfræðilegu glóruleysi sem hefur orsakað verðbólgu og ástand sem er að ríða bæði fasteignamarkaðnum og fjárhag heimilanna á slig. 

Lengra verður ekki gengið í ábyrgðarleysinu. Það verður að bregðast við af ábyrgð og festu og aldrei gleyma því að okkar eigin landsmenn sem verða fyrir hnjaski af völdum óblíðrar náttúru eiga að fá að njóta kosta velferðarsamfélagsins, en hlaupastrákar og gæluverkefni verða að bíða meðan leyst er úr bráðavanda þeirra sem bæði eiga það skilið og þjóðfélaginu ber skylda til að standa við bakið á. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 502
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband